Albert og félagar geta komist áfram í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 12:30 Albert Guðmundsson fagnar einu marka sinna fyror AZ Alkmaar á tímabilinu. Getty/JAN DEN BREEJEN Íslendingaliðið AZ Alkmaar frá Hollandi á ágæta möguleika á að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira