Rúnar fékk á sig tvö mörk á Ír­landi | Albert og félagar úr leik á grátlegan hátt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki mikið að gera í kvöld en gat lítið gert í þeim tveimur mörkum sem hann fékk á sig.
Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki mikið að gera í kvöld en gat lítið gert í þeim tveimur mörkum sem hann fékk á sig. Stuart MacFarlane/Arsenal FC

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í þeim leikjum sem lokið er í sjöttu og síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson með Arsenal, Albert Guðmundsson með AZ Alkmaar og Sverrir Ingi Ingason með PAOK.

Flestir bjuggust við þægilegum sigri Arsenal sem svo varð raunin. Edward Nketiah og Mo Elneny voru búnir að koma Skyttunum í 2-0 eftir átján mínútur en Jordan Flores minnkaði muninn á 22. mínútu.

Joseph Willock skoraði þriðja mark Arsenal á 67. mínútu og Folarin Balogun það fjórða á 80. mínútu. Aftur náðu Írarnir þó að klóra í bakkann á 85. mínútu er Sean Hoare skoraði með skalla. 4-2 sigur Arsenal sem endar riðilinn með fullt hús.

Albert Guðmundsson spilaði í 70 mínútur er AZ Alkmaar tapaði 2-1 fyrir Rijeka á útivelli. Jafnefli var staðan er 90. mínútur voru komnar á klukkuna en í hinum leik riðilsins jafnaði Real Sociedad kom á 90. mínútu.

Það gerði það að verkum að AZ þurfti að fara fram og reyna skora sigiurmarkið en það tókst ekki betur en að Rijeka skoraði í hinum enda vallarins. Sociedad fer því áfram á kostnað AZ og fylgir Napoli upp úr riðlinum.

Steven Gerrard heldur áfram að gera flotta hluti með Rangers en liðið vann 2-0 útisigur á Lech Poznan. Rangers vinnur þar af leiðandi D-riðilinn.

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn PAOK er liðið gerði markalaust jafntefli við gömlu félaga Sverris í Granada. PAOK endar riðilinn í þriðja sætinu með sex stig en upp úr riðlinum fara þau PSV og Granada.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill:


CSKA Sofia - Roma 3-1

Young Boys - Cluj 2-1

B-riðill:

Dundalk - Arsenal 2-4

Rapid Vín - Molde 1-2

C-riðill:

Bayer Leverkusen - Slavia Prag 4-0

Hapoel Beer Sheva - Nice 1-0

D-riðill:

Lech Poznan - Rangers 0-2

Standard Liege - Benfica 2-2

E-riðill:

PAOK - Granada 0-0

PSV - Omonia 4-0

F-riðill:

Rijeka - AZ Alkmaar 2-1

Napoli - Real Sociedad 1-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira