Kynlífsklúbbar á Kanarí: „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. desember 2020 20:02 Hann segir heitara loftslag og fjölbreytt kynlífssena hafa togað hann til Kanarí. Getty „Mér finnst gaman að vera allsber og fer mikið á nektrarstrendurnar hér á Kanarí. Mér líður vel þegar ég er nakinn og það er ákveðið frjálsræði sem fylgir því. Svo snýst þetta líka eitthvað um ákveðna sýniþörf (exhibitionisma), mér finnst líka gaman þegar ég finn að það er verið að horfa á mig. Stór partur af þessu er líklega spennan.“ Þetta segir íslenskur karlmaður í viðtali við Makamál. Vegna barna sinna og fjölskyldu bað hann um að fá að halda nafnleynd svo hér eftir verður hann kallaður Hrafn. „Þetta er lang mest vegna barnanna minna sem ég vil halda nafnleynd. Ég á þrjú börn sem eru á skólaaldri á íslandi og ég vil ekki að samnemendur þeirra fari að segja eitthvað við þau.“ Hrafn ákvað að flytja til Kanaríeyja fyrir nokkrum árum en hann er einhleypur og getur sinnt starfi sínu heiman frá sér. Hann segir stóra ástæðu flutninganna vera allt það frelsi sem hann segist upplifa á Kanarí og að fjölbreytt kynlífssena þar hafi togað í hann. „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna á Kanarí. Miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Það er mikið frelsi og þónokkuð margar nektarstrendur. Það eru til dæmis nektarstrendur sem eru sérstaklega ætlaðar swingerum.“ Þar hittast swingerar snemma á daginn til að sóla sig, sýna sig og sjá aðra. Stundum gerist eitthvað á ströndinni þegar líða tekur á daginn eða að fólk fer bara upp í sandhólana og leikur sér þar. Hefur þú alltaf fundið fyrir þessari þörf að vera nakinn eða er þetta eitthvað sem þú uppgötvaðir seinna meir? „Nei alls ekki, ég var frekar feiminn og óöruggur þegar ég var yngri. En með tímanum hef ég lært að sættast við sjálfan mig og hvernig ég lít út. Er bara sáttur í eigin skinni og frjáls eins og fuglinn. Það er ekkert sem segir að þú verðir endilega að vera nakinn á nektarströndunum og engar reglur sem eru skrifaðar upp á vegg. En það er kannski ekki æskilegt að vera að stunda kynlíf fyrir allra augum. Það er bara þessi almenna skynsemi sem þarf að ráða ríkjum. Fólk fer laumulega að þessu niðri á sjálfri ströndinni. En þegar upp í sandhólana er komið þá er allt annað í gangi, engar reglur og fólk stundar kynlíf þar.“ Er mikið um kynlífsklúbba á Kanarí? „Já, ég myndi segja að þeir væru frekar margir, ábyggilega um átta talsins hérna á Kanarí þegar allt er opið.“ Það eru auðvitað skrítnir tímar núna og allir klúbbar lokuðu þegar faraldurinn var sem verstur. Þetta er samt eitthvað að glæðast núna aftur og búið að opna tvo klúbba. Það er mikið af ferðamönnum sem koma hingað í hópaferðir, kannski 2-4 sinnum á ári gagngert til þess að sækja þessa klúbba. Hrafn segir að verslunarkjarnarnir Cita og Yumbo-center séu aðalstaðirnir fyrir kynlífsklúbbana en svæðin séu þó með ólíkar áherslur. „Við getum sagt að Yumbo sé mecca samkynhneigðra manna og Cita mecca swingera. Þannig að kynlífssenan hérna á Kanarí er mjög fjölbreytt. Það er mjög mikið líf í þessum klúbbum yfir vetrartímann en ég hef ekki reynslu af því hvernig þetta er yfir hásumarið, þá fer ég alltaf heim til Íslands. Ég held að þeir séu flestir lokaðir þá.“ Stærsti hluti gesta kynlífsklúbbana á Kanarí segir Hrafn vera ferðamenn sem fari í hópferðir nokkrum sinnum á ári til að sækja í klúbbana. Getty Hrafn segist fyrst hafa heyrt af þessum klúbbum á Kanarí en ári síðar hafi hann prófað þá í fyrsta sinn. „Ég var þá að þvælast hérna um sjálfur og fann þá bar sem var topplessbar. Þaðan rambaði ég inn á bíó sem er klámbíó.“ Hvernig virkar klámbíó? „Bíóið sem er hér heitir Hot Scandal og er í Cita verslunarkjarnanum en Cita er verslunarmiðstöð á daginn og á kvöldin eru þarna barir og veitingastaðir. Bíóið er staðsett í kjallaranum. Þetta eru tveir salir með skilrúmi á milli og á því eru svokallaðar gloryholes. Í öðrum salnum eru gay-kvikmyndir og í hinum straight-kvikmyndir.“ Þarna kemur fólk og horfir á myndir og gerir það sem það vill. Ég var þarna eitt kvöldið þegar mjög huggulegt par kom þangað og konan settist hjá mér. Þetta kvöld endaði svo í skemmtilegum trekanti með þeim. Er þetta bíó bara opið öllum og ekkert falið? „Nei þetta er ekkert falið enda allt löglegt hér. Þetta er opið öllum og ekkert mál að komast inn. Það kostar 10 evrur inn fyrir einstaklinga í bíóið og 15 evrur fyrir pör.“ Hrafn sagðist oft hafa séð kynlífsklúbbana á þessum stað en aldrei hafa farið sjálfur inn fyrr enn eftir að hann prófaði að fara í bíóið og hitti þar parið. Þau hafi síðan ákveðið að hittast kvöldið eftir á einum af klúbbunum í Cita. Sækir þú sjálfur þessa klúbba reglulega? „Ég er mest að fara um helgar og þá fer ég á klúbb sem heitir Secret og er staðsettur í Cita. Kvöldið byrjar yfirleitt á því að ég fæ mér að borða þar og svo fer ég eftir það á bar sem heitir Comeback. Þar fara swingerarnir til að hita sig aðeins upp. Sýna sig og sjá aðra. Þegar líður á kvöldið þá fara flestir þaðan niður í kjallarann á Cita, þar eru allir klúbbarnir.“ Hrafn segir algengan misskilning að kynlífsklúbbar og barir snúist bara um kynlíf. Það sé engin pressa á fólk að gera neitt og sumir sæki þessa klúbba einungis til að fá sér í glas og skemmta sér. Getty Hrafn segir það algengann misskilning að þessir klúbbar og barir snúist bara um kynlíf og að eitthvað kynferðislegt verði að gerast. Hann segir svo ekki vera og að mjög margir sæki í þessa bari eða klúbba einungis til að skemmta sér og upplifa spennu. Þetta snýst alls ekki bara um kynlífið. Þetta er bara svo mikið frelsi einhvern veginn og auðvitað spenna. Fólk til dæmis klæðir sig öðruvísi, bara nákvæmlega þeim klæðnaði sem það vill. Konur geta verið mjög léttklæddar og karlmenn líka en það er mikil virðing ríkjandi á milli fólks á þessum stöðum. „Þú getur til dæmis alveg valið það að vera alveg fullklæddur inni á kynlífsklúbbunum þó að aðrir séu naktir eða léttklæddir. Sumir kjósa bara að sitja við barinn eða borða með öðru fólki og spjalla. Það er aldrei nein pressa.“ Þar sem Hrafn er einhleypur þá segir hann aðrar reglur gilda fyrir hann en pör inni á swingklúbbum. Sem einhleypur maður á svona klúbb eins og Secret þá þarf ég að bíða eftir að fá merki frá pörunum til að það sé í lagi fyrir mig að nálgast þau. Sjálfur færi ég aldrei að byrja á því að tala við konuna. „Þú þarft að sýna manninum hennar virðingu og bíða eftir að þau nálgist þig. Ég hef samt oft farið á svona klúbba og það kannski gerist ekkert kynferðislegt og það er bara allt í lagi. Maður kynnist fólki frekar á svona stöðum því að það er allt önnur stemmning. Það er eitthvað traust á milli sem gerir fólk afslappaðra við að tjá sig.“ Allt að átta kynlífsklúbbar eru á Kanarí að sögn Hrafns og mikið líf þar um háveturinn. Getty Er algengt að fólk sé nakið á svona stöðum? „Það er allur gangur á því. Þegar ég fer inn á Secret þá borga ég mig inn. Innifalið í því eru tvö freyðivínsglös og svo skápur með lykli og handklæði. Þú getur svo geymt fötin þín og aðrar eigur í skápnum ef þú kýst að vera nakinn.“ Ég byrja yfirleitt á því að fá mér í glas og svo ef ég er í þannig stuði þá fer ég úr öllum fötunum og er bara nakinn, labba stundum um nakinn og skoða stemmninguna. Við barinn er stórt dansgólf og það er mjög skemmtilegt að fylgjast með fólki vera að dansa, það er allt svo frjálst og engar hömlur. „Fyrir pör eru svo sérstök lokuð herbergi þar sem einhleypir karlmenn eru ekki velkomnir. Á opna svæðinu eru aftur á móti allir velkomnir og þar eru allskonar leikherbergi líka í boði.“ Hefur þú einhvern tíma hitt einhvern sem þú þekkir? „Nei ekki ennþá, en ég hef rekist á íslensk pör á klúbbunum. Ef það gerist þá læt ég vita að ég sé líka íslenskur því mér finnst mjög gaman að hitta landa mína í þessum aðstæðum.“ Hversu stór hluti af þínum lífstíl er að sækja svona klúbba? „Ég myndi segja að þetta væri alltaf að verða stærri og stærri hluti af mínum lífsstíl. Ég hef kynnst fjölmörgum héðan og þaðan úr heiminum sem eru í þessum lífstíl og oftast kannast ég við einhver pör á klúbbunum. Staffið veit meira að segj alveg hvaða drykk ég panta mér.“ Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ „Ég verð fyrir meira áreiti þegar ég um labba fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en þegar ég labba um á sexy nærfötum á swing-klúbbi erlendis.“ Þetta segir íslensk kona í viðtali við Makamál. 13. nóvember 2020 08:00 Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þetta segir íslenskur karlmaður í viðtali við Makamál. Vegna barna sinna og fjölskyldu bað hann um að fá að halda nafnleynd svo hér eftir verður hann kallaður Hrafn. „Þetta er lang mest vegna barnanna minna sem ég vil halda nafnleynd. Ég á þrjú börn sem eru á skólaaldri á íslandi og ég vil ekki að samnemendur þeirra fari að segja eitthvað við þau.“ Hrafn ákvað að flytja til Kanaríeyja fyrir nokkrum árum en hann er einhleypur og getur sinnt starfi sínu heiman frá sér. Hann segir stóra ástæðu flutninganna vera allt það frelsi sem hann segist upplifa á Kanarí og að fjölbreytt kynlífssena þar hafi togað í hann. „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna á Kanarí. Miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Það er mikið frelsi og þónokkuð margar nektarstrendur. Það eru til dæmis nektarstrendur sem eru sérstaklega ætlaðar swingerum.“ Þar hittast swingerar snemma á daginn til að sóla sig, sýna sig og sjá aðra. Stundum gerist eitthvað á ströndinni þegar líða tekur á daginn eða að fólk fer bara upp í sandhólana og leikur sér þar. Hefur þú alltaf fundið fyrir þessari þörf að vera nakinn eða er þetta eitthvað sem þú uppgötvaðir seinna meir? „Nei alls ekki, ég var frekar feiminn og óöruggur þegar ég var yngri. En með tímanum hef ég lært að sættast við sjálfan mig og hvernig ég lít út. Er bara sáttur í eigin skinni og frjáls eins og fuglinn. Það er ekkert sem segir að þú verðir endilega að vera nakinn á nektarströndunum og engar reglur sem eru skrifaðar upp á vegg. En það er kannski ekki æskilegt að vera að stunda kynlíf fyrir allra augum. Það er bara þessi almenna skynsemi sem þarf að ráða ríkjum. Fólk fer laumulega að þessu niðri á sjálfri ströndinni. En þegar upp í sandhólana er komið þá er allt annað í gangi, engar reglur og fólk stundar kynlíf þar.“ Er mikið um kynlífsklúbba á Kanarí? „Já, ég myndi segja að þeir væru frekar margir, ábyggilega um átta talsins hérna á Kanarí þegar allt er opið.“ Það eru auðvitað skrítnir tímar núna og allir klúbbar lokuðu þegar faraldurinn var sem verstur. Þetta er samt eitthvað að glæðast núna aftur og búið að opna tvo klúbba. Það er mikið af ferðamönnum sem koma hingað í hópaferðir, kannski 2-4 sinnum á ári gagngert til þess að sækja þessa klúbba. Hrafn segir að verslunarkjarnarnir Cita og Yumbo-center séu aðalstaðirnir fyrir kynlífsklúbbana en svæðin séu þó með ólíkar áherslur. „Við getum sagt að Yumbo sé mecca samkynhneigðra manna og Cita mecca swingera. Þannig að kynlífssenan hérna á Kanarí er mjög fjölbreytt. Það er mjög mikið líf í þessum klúbbum yfir vetrartímann en ég hef ekki reynslu af því hvernig þetta er yfir hásumarið, þá fer ég alltaf heim til Íslands. Ég held að þeir séu flestir lokaðir þá.“ Stærsti hluti gesta kynlífsklúbbana á Kanarí segir Hrafn vera ferðamenn sem fari í hópferðir nokkrum sinnum á ári til að sækja í klúbbana. Getty Hrafn segist fyrst hafa heyrt af þessum klúbbum á Kanarí en ári síðar hafi hann prófað þá í fyrsta sinn. „Ég var þá að þvælast hérna um sjálfur og fann þá bar sem var topplessbar. Þaðan rambaði ég inn á bíó sem er klámbíó.“ Hvernig virkar klámbíó? „Bíóið sem er hér heitir Hot Scandal og er í Cita verslunarkjarnanum en Cita er verslunarmiðstöð á daginn og á kvöldin eru þarna barir og veitingastaðir. Bíóið er staðsett í kjallaranum. Þetta eru tveir salir með skilrúmi á milli og á því eru svokallaðar gloryholes. Í öðrum salnum eru gay-kvikmyndir og í hinum straight-kvikmyndir.“ Þarna kemur fólk og horfir á myndir og gerir það sem það vill. Ég var þarna eitt kvöldið þegar mjög huggulegt par kom þangað og konan settist hjá mér. Þetta kvöld endaði svo í skemmtilegum trekanti með þeim. Er þetta bíó bara opið öllum og ekkert falið? „Nei þetta er ekkert falið enda allt löglegt hér. Þetta er opið öllum og ekkert mál að komast inn. Það kostar 10 evrur inn fyrir einstaklinga í bíóið og 15 evrur fyrir pör.“ Hrafn sagðist oft hafa séð kynlífsklúbbana á þessum stað en aldrei hafa farið sjálfur inn fyrr enn eftir að hann prófaði að fara í bíóið og hitti þar parið. Þau hafi síðan ákveðið að hittast kvöldið eftir á einum af klúbbunum í Cita. Sækir þú sjálfur þessa klúbba reglulega? „Ég er mest að fara um helgar og þá fer ég á klúbb sem heitir Secret og er staðsettur í Cita. Kvöldið byrjar yfirleitt á því að ég fæ mér að borða þar og svo fer ég eftir það á bar sem heitir Comeback. Þar fara swingerarnir til að hita sig aðeins upp. Sýna sig og sjá aðra. Þegar líður á kvöldið þá fara flestir þaðan niður í kjallarann á Cita, þar eru allir klúbbarnir.“ Hrafn segir algengan misskilning að kynlífsklúbbar og barir snúist bara um kynlíf. Það sé engin pressa á fólk að gera neitt og sumir sæki þessa klúbba einungis til að fá sér í glas og skemmta sér. Getty Hrafn segir það algengann misskilning að þessir klúbbar og barir snúist bara um kynlíf og að eitthvað kynferðislegt verði að gerast. Hann segir svo ekki vera og að mjög margir sæki í þessa bari eða klúbba einungis til að skemmta sér og upplifa spennu. Þetta snýst alls ekki bara um kynlífið. Þetta er bara svo mikið frelsi einhvern veginn og auðvitað spenna. Fólk til dæmis klæðir sig öðruvísi, bara nákvæmlega þeim klæðnaði sem það vill. Konur geta verið mjög léttklæddar og karlmenn líka en það er mikil virðing ríkjandi á milli fólks á þessum stöðum. „Þú getur til dæmis alveg valið það að vera alveg fullklæddur inni á kynlífsklúbbunum þó að aðrir séu naktir eða léttklæddir. Sumir kjósa bara að sitja við barinn eða borða með öðru fólki og spjalla. Það er aldrei nein pressa.“ Þar sem Hrafn er einhleypur þá segir hann aðrar reglur gilda fyrir hann en pör inni á swingklúbbum. Sem einhleypur maður á svona klúbb eins og Secret þá þarf ég að bíða eftir að fá merki frá pörunum til að það sé í lagi fyrir mig að nálgast þau. Sjálfur færi ég aldrei að byrja á því að tala við konuna. „Þú þarft að sýna manninum hennar virðingu og bíða eftir að þau nálgist þig. Ég hef samt oft farið á svona klúbba og það kannski gerist ekkert kynferðislegt og það er bara allt í lagi. Maður kynnist fólki frekar á svona stöðum því að það er allt önnur stemmning. Það er eitthvað traust á milli sem gerir fólk afslappaðra við að tjá sig.“ Allt að átta kynlífsklúbbar eru á Kanarí að sögn Hrafns og mikið líf þar um háveturinn. Getty Er algengt að fólk sé nakið á svona stöðum? „Það er allur gangur á því. Þegar ég fer inn á Secret þá borga ég mig inn. Innifalið í því eru tvö freyðivínsglös og svo skápur með lykli og handklæði. Þú getur svo geymt fötin þín og aðrar eigur í skápnum ef þú kýst að vera nakinn.“ Ég byrja yfirleitt á því að fá mér í glas og svo ef ég er í þannig stuði þá fer ég úr öllum fötunum og er bara nakinn, labba stundum um nakinn og skoða stemmninguna. Við barinn er stórt dansgólf og það er mjög skemmtilegt að fylgjast með fólki vera að dansa, það er allt svo frjálst og engar hömlur. „Fyrir pör eru svo sérstök lokuð herbergi þar sem einhleypir karlmenn eru ekki velkomnir. Á opna svæðinu eru aftur á móti allir velkomnir og þar eru allskonar leikherbergi líka í boði.“ Hefur þú einhvern tíma hitt einhvern sem þú þekkir? „Nei ekki ennþá, en ég hef rekist á íslensk pör á klúbbunum. Ef það gerist þá læt ég vita að ég sé líka íslenskur því mér finnst mjög gaman að hitta landa mína í þessum aðstæðum.“ Hversu stór hluti af þínum lífstíl er að sækja svona klúbba? „Ég myndi segja að þetta væri alltaf að verða stærri og stærri hluti af mínum lífsstíl. Ég hef kynnst fjölmörgum héðan og þaðan úr heiminum sem eru í þessum lífstíl og oftast kannast ég við einhver pör á klúbbunum. Staffið veit meira að segj alveg hvaða drykk ég panta mér.“
Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ „Ég verð fyrir meira áreiti þegar ég um labba fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en þegar ég labba um á sexy nærfötum á swing-klúbbi erlendis.“ Þetta segir íslensk kona í viðtali við Makamál. 13. nóvember 2020 08:00 Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ „Ég verð fyrir meira áreiti þegar ég um labba fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en þegar ég labba um á sexy nærfötum á swing-klúbbi erlendis.“ Þetta segir íslensk kona í viðtali við Makamál. 13. nóvember 2020 08:00
Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31
Bréfið: „Ég er straight, en vil sjá kærastann minn með öðrum karlmanni“ Makamálum barst bréf frá konu sem tjáir sig um skömm sína yfir kynferðislegu blæti sem oftast þykir eðilegra fyrir karla að hafa. 16. júní 2020 21:21