„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“ Baldur Borgþórsson skrifar 8. desember 2020 14:00 Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun