Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2020 13:05 Þórólfur Guðnason framkvæmdi óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra sem er grundvöllur nýrra sóttvarnaraðgerða sem kynntar voru rétt fyrir hádegi í dag, en lesa má um helstu atriði þeirra hér. Þær munu gilda til 12. janúar á nýju ári. Í minnisblaðinu nefnir Þórólfur að flest smit hafi að undanförnu greinst á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi komið upp hugmyndir um að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum á mismunandi svæðum. Samkvæmt tölum á Covid.is eru aðeins tveir í einangrun á svæði sem nær frá Hrútafirði í vestri að Djúpavogi í austri, báðir á Akureyri. 149 eru hins vegar í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Einangrun og sóttkví eftir landshlutum.Covid.is Í minnisblaðinu kemur fram að Þórólfur hafi framkvæmt óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna á landsbyggðinni og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Það hafi hins vegar komið í ljós í henni að mjög skiptar skoðanir hafi verið á slíkri tilhögun. „Á þessum tímapunkti þegar faraldurinn er í lágmarki alls staðar á landinu þá tel ég því ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaaðgerðum á mismunandi svæðum,“ skrifar Þórólfur Nefnir Þórólfur einnig að nýjustu útreikningar á smitstuðli bendi til þess að hann sé um 1,5 sem þýði að staðan sé viðkvæm, lítið þurfi til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Þórólfur ræddi stuttlega um þessa óformlegu könnun í Reykjavík síðdegis í gær. Umræða um það hefst þegar um 8.30 mínútur eru liðnar af viðtalinu hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15 Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra sem er grundvöllur nýrra sóttvarnaraðgerða sem kynntar voru rétt fyrir hádegi í dag, en lesa má um helstu atriði þeirra hér. Þær munu gilda til 12. janúar á nýju ári. Í minnisblaðinu nefnir Þórólfur að flest smit hafi að undanförnu greinst á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi komið upp hugmyndir um að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum á mismunandi svæðum. Samkvæmt tölum á Covid.is eru aðeins tveir í einangrun á svæði sem nær frá Hrútafirði í vestri að Djúpavogi í austri, báðir á Akureyri. 149 eru hins vegar í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Einangrun og sóttkví eftir landshlutum.Covid.is Í minnisblaðinu kemur fram að Þórólfur hafi framkvæmt óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna á landsbyggðinni og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Það hafi hins vegar komið í ljós í henni að mjög skiptar skoðanir hafi verið á slíkri tilhögun. „Á þessum tímapunkti þegar faraldurinn er í lágmarki alls staðar á landinu þá tel ég því ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaaðgerðum á mismunandi svæðum,“ skrifar Þórólfur Nefnir Þórólfur einnig að nýjustu útreikningar á smitstuðli bendi til þess að hann sé um 1,5 sem þýði að staðan sé viðkvæm, lítið þurfi til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Þórólfur ræddi stuttlega um þessa óformlegu könnun í Reykjavík síðdegis í gær. Umræða um það hefst þegar um 8.30 mínútur eru liðnar af viðtalinu hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15 Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15
Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50