Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 16:04 Ísland vann tólf af 20 leikjum sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi. EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi.
Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson
EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira