Alþingi og utanríkismálin Kristján Guy Burgess skrifar 8. desember 2020 10:31 Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun