Solskjær: Viss um að mínir menn sýni að þeir eigi heima hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Ole Gunnar Solskjær með sænska miðverðinum Victor Lindelof eftir leik á dögunum. EPA-EFE/Paul Ellis Það er mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Manchester United í kvöld þegar liðið spilar lokaleik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira