Solskjær: Viss um að mínir menn sýni að þeir eigi heima hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Ole Gunnar Solskjær með sænska miðverðinum Victor Lindelof eftir leik á dögunum. EPA-EFE/Paul Ellis Það er mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Manchester United í kvöld þegar liðið spilar lokaleik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira