Er hægt að afnema sjálfsákvörðunarrétt Íslands að þjóðarétti? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 7. desember 2020 14:02 Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun