Sport

Nýtt íþróttahlaðvarp hefur göngu sína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra nýju íþróttahlaðvarpi Vísis ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni.
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra nýju íþróttahlaðvarpi Vísis ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni. Vísir/Vilhelm

Nýtt hlaðvarp um íþróttir hefur göngu sína á Vísi í dag. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason stýra hlaðvarpinu sem verður á dagskrá nokkrum sinnum í viku.

Í hlaðvarpinu verður kafað ofan í fréttamál dagsins í íþróttaheiminum, í líkingu við það sem gert var í sjónvarpsþættinum Sportið í dag í vor.

Hlaðvarpið verður aðgengilegt á Vísi og í nýju útvarpsappi.



Hér fyrir neðan má hlusta á fyrsta þátt hlaðvarpsins. Þar er m.a. farið yfir mál Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, og æfingabannið á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×