Uppskriftir sigurvegara Árni Matthíasson skrifar 7. desember 2020 10:45 Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar