Hræddastur við að fólk haldi að þetta sé búið og sleppi fram af sér beislinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 08:02 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst hræddastur við að fólk haldi nú að baráttunni við Covid-19 sé lokið og leyfi sér því að slaka á í samræmi við það. Hann segir baráttunni alls ekki lokið og ekki sé hægt að sleppa fram af sér beislinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira