Svala stendur þétt við bak kærastans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 17:34 „Þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala. Instagram/@svalakali Svala Björgvinsdóttir söngkona segir kærasta sinn eina yndislegustu manneskju sem hún þekki. Þetta segir Svala á Instagram-síðu sinni þar sem hún bregst við fréttaflutningi af ákæru á hendur kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. „Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram. Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram.
Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira