Bubbi búinn að selja fyrir rúmar tuttugu milljónir á fimm dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 21:45 Óhætt er að segja að visst Bubba æði hafi gripið landann. Á sjöunda hundrað manns hafa keypt verk hans undanfarna fimm daga. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. Bubbi hefur selt á sjöunda hundrað verk síðan sala hófst þann 1. desember. Umboðsmaður Bubba reiknar með að verkin seljist upp á næstunni. „Þetta er langt fram úr því sem við reiknuðum með,“ segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður. Alls konar fólk kaupi verkin enda sé Bubbi svo mikill þverskurður af þjóðfélaginu. Bubbi.is hafi verið breytt í vefverslun og þar streyma verkin út. Talning Vísis í kvöld á fjölda seldra verka nam 621. Sextán verkanna eru í lit og eru 25 eintök í boði. Tíu eru í svört-hvítu og eru 50 eintök í boði. Reyndar eru alls ekkert öll verkin lengur í boði enda ellefu verk uppseld. Ekki verða prentuð fleiri eintök. Frumtexti úr Rómeó og Júlíu, einu vinsælasta verki Bubba. „Fólk er svo ánægt með það, að þetta verði ekki eitthvað sem verður fjöldaframleitt,“ segir Páll. Útreikningar Vísis benda til þess að Bubbi hafi selt listaverk sín fyrir rúmar 23 milljónir króna á fimm dögum sem hlýtur að teljast ansi vel heppnað. Ekki síst í ljósi þess að tekjumöguleikar listamanna hafa verið afar litlir á þessu ári sökum kórónuveirufaraldursins. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ sagði Bubbi á léttum nótum í vikunni. Fann gamlar stílabækur „Fyrir nokkrum vikum var ég í tiltekt heima fyrir og fann nokkrar gamlar stílabækur. Ég var fljótur að átta mig á því að þetta voru frumútgáfur af textum sem ég hafði samið í upphafi ferils míns sem tónlistarmaður og lagahöfundur, frá árinu 1975 til bókar sem ég skrifaði í á meðan ég dvaldi á Staðarfelli 1985,“ segir Bubbi um tilurð verksins á heimasíðunni Bubbi.is. „Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið.“ Bubbi ræddi verkin í viðtali við fréttastofu þann 1. desember. Þar sagði hann of mikla fordóma vera í samfélaginu gagnvart skrifblindum. Hann hvatti fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Þannig er að finna ýmsar málfræðivillur í frumtextum Bubba sem birtast á textaverkunum. Frumtextarnir urðu vitanlega að lögum sem landinn hefur sungið áratugum saman. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Stígið fram, verið óhrædd! Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. Bubbi á forsíðu Samúel í október 1981. Ljósmynd eftir Björgvin Pálsson. Plakatið fyrir Níu líf í Borgarleikhúsinu var unnið eftir mynd Björgvins. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár. Þá náðist aðeins að sýna þrisvar söngleikinn Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um Bubba. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Fram undan eru Þorláksmessutónleikar Bubba þann 23. desember sem að þessu sinni verða í streymi í sjónvarpinu. Miðinn kostar tvö þúsund krónur og hægt verður að kaupa aðgang á myndlyklum sjónvarpsstöðvanna. Myndlist Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Þetta er langt fram úr því sem við reiknuðum með,“ segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður. Alls konar fólk kaupi verkin enda sé Bubbi svo mikill þverskurður af þjóðfélaginu. Bubbi.is hafi verið breytt í vefverslun og þar streyma verkin út. Talning Vísis í kvöld á fjölda seldra verka nam 621. Sextán verkanna eru í lit og eru 25 eintök í boði. Tíu eru í svört-hvítu og eru 50 eintök í boði. Reyndar eru alls ekkert öll verkin lengur í boði enda ellefu verk uppseld. Ekki verða prentuð fleiri eintök. Frumtexti úr Rómeó og Júlíu, einu vinsælasta verki Bubba. „Fólk er svo ánægt með það, að þetta verði ekki eitthvað sem verður fjöldaframleitt,“ segir Páll. Útreikningar Vísis benda til þess að Bubbi hafi selt listaverk sín fyrir rúmar 23 milljónir króna á fimm dögum sem hlýtur að teljast ansi vel heppnað. Ekki síst í ljósi þess að tekjumöguleikar listamanna hafa verið afar litlir á þessu ári sökum kórónuveirufaraldursins. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ sagði Bubbi á léttum nótum í vikunni. Fann gamlar stílabækur „Fyrir nokkrum vikum var ég í tiltekt heima fyrir og fann nokkrar gamlar stílabækur. Ég var fljótur að átta mig á því að þetta voru frumútgáfur af textum sem ég hafði samið í upphafi ferils míns sem tónlistarmaður og lagahöfundur, frá árinu 1975 til bókar sem ég skrifaði í á meðan ég dvaldi á Staðarfelli 1985,“ segir Bubbi um tilurð verksins á heimasíðunni Bubbi.is. „Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið.“ Bubbi ræddi verkin í viðtali við fréttastofu þann 1. desember. Þar sagði hann of mikla fordóma vera í samfélaginu gagnvart skrifblindum. Hann hvatti fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Þannig er að finna ýmsar málfræðivillur í frumtextum Bubba sem birtast á textaverkunum. Frumtextarnir urðu vitanlega að lögum sem landinn hefur sungið áratugum saman. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Stígið fram, verið óhrædd! Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. Bubbi á forsíðu Samúel í október 1981. Ljósmynd eftir Björgvin Pálsson. Plakatið fyrir Níu líf í Borgarleikhúsinu var unnið eftir mynd Björgvins. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár. Þá náðist aðeins að sýna þrisvar söngleikinn Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um Bubba. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Fram undan eru Þorláksmessutónleikar Bubba þann 23. desember sem að þessu sinni verða í streymi í sjónvarpinu. Miðinn kostar tvö þúsund krónur og hægt verður að kaupa aðgang á myndlyklum sjónvarpsstöðvanna.
Myndlist Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira