Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 17:05 Dagur B. Eggertsson segir að staðir verði opnaðir um alla höfuðborg um helgar þar sem fólk geti skellt sér í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. „Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira