Veikindi Víðis fara versnandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 14:23 Víðir Reynisson greindist með Covid-19 og hefur líðan hans farið versnandi undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. „Víðir er að upplifa smá bakslag eins og svo margir sem hafa fengið Covid tengja við. Hann var kallaður inn á Covid-göngudeildina í tékk. Hann er kominn með þetta aðeins í lungun. Hann ber sig vel,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi fengið íferð í lungun og hafi verið að fá meðferð vegna þessa. Hann sé kominn aftur heim til sín eftir skoðun og áfram verði fylgst vel með honum. „Hann er nokkuð brattur. Hann svo sem kvartar nú aldrei og ber sig nokkuð vel.“ Rögnvaldur á blaðamannafundi Almannavarna vegna kórónaveirunnar.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur telur marga sem hafa veikst eða þekkja til fólks sem hafi smitast af Covid-19 vita hve misjafnlega sjúkdómurinn leggist á fólk. Víðir virðist tilheyra þeim hópi sem veikindin leggist frekar illa á. „Hann er gulur núna. Covid-göngudeildin heldur rosalega vel utan um alla sem eru að glíma við Covid. Flokka fólk sem grænt, gult eða rautt. Fylgst er af og til með grænum en þeim gulu er mun betur fylgst með. Svo geta þeir breyst í rauða og þá er yfirleitt búið að leggja fólk inn.“ Tíu dagar frá greiningu Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði Víði aðeins hressari þann 28. nóvember. Hann væri í reglulegu sambandi við hann. Víðir á leið til blaðamannafundar ásamt Ölmu og Þórólfi.Vísir/Vilhelm Víðir var töluvert veikur daginn á undan. „Já, það var ekki góður dagur í gær,“ sagði Rögnvaldur í samtali við fréttastofu þann 28. nóvember. „Ég heyrði í honum í gærkvöldi og þá var hann aðeins farinn að hressast og svo aftur í morgun, þá leið honum mun betur en í gær.“ Síðan er liðin vika og greinilegt að líðan Víðis hefur farið töluvert versnandi. Víðir hefur verið í eldlínunni í kórónuveirufaraldrinum sem hluti af þríeykinu svokallaða sem hann skipar ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Mannlíf greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Almannavarnir Tengdar fréttir Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
„Víðir er að upplifa smá bakslag eins og svo margir sem hafa fengið Covid tengja við. Hann var kallaður inn á Covid-göngudeildina í tékk. Hann er kominn með þetta aðeins í lungun. Hann ber sig vel,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi fengið íferð í lungun og hafi verið að fá meðferð vegna þessa. Hann sé kominn aftur heim til sín eftir skoðun og áfram verði fylgst vel með honum. „Hann er nokkuð brattur. Hann svo sem kvartar nú aldrei og ber sig nokkuð vel.“ Rögnvaldur á blaðamannafundi Almannavarna vegna kórónaveirunnar.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur telur marga sem hafa veikst eða þekkja til fólks sem hafi smitast af Covid-19 vita hve misjafnlega sjúkdómurinn leggist á fólk. Víðir virðist tilheyra þeim hópi sem veikindin leggist frekar illa á. „Hann er gulur núna. Covid-göngudeildin heldur rosalega vel utan um alla sem eru að glíma við Covid. Flokka fólk sem grænt, gult eða rautt. Fylgst er af og til með grænum en þeim gulu er mun betur fylgst með. Svo geta þeir breyst í rauða og þá er yfirleitt búið að leggja fólk inn.“ Tíu dagar frá greiningu Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði Víði aðeins hressari þann 28. nóvember. Hann væri í reglulegu sambandi við hann. Víðir á leið til blaðamannafundar ásamt Ölmu og Þórólfi.Vísir/Vilhelm Víðir var töluvert veikur daginn á undan. „Já, það var ekki góður dagur í gær,“ sagði Rögnvaldur í samtali við fréttastofu þann 28. nóvember. „Ég heyrði í honum í gærkvöldi og þá var hann aðeins farinn að hressast og svo aftur í morgun, þá leið honum mun betur en í gær.“ Síðan er liðin vika og greinilegt að líðan Víðis hefur farið töluvert versnandi. Víðir hefur verið í eldlínunni í kórónuveirufaraldrinum sem hluti af þríeykinu svokallaða sem hann skipar ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Mannlíf greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Almannavarnir Tengdar fréttir Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44
Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42