Vöðvaðir fætur Haaland vöktu mikið umtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 08:16 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum með liði Borussia Dortmund. Getty/Mario Hommes Erling Braut Haaland var að láta aðdáendur sína vita af því að hann væri ekki eins mikið meiddur og óttast var í fyrstu en myndin sem hann birti á samfélagsmiðlum fékk flesta til að gapa. Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira