LeBron framlengir til 2023 | Gæti spilað með syni sínum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 08:00 Takist þessum tveimur að spila saman í NBA-deildinni þá yrðu þeir fyrstu feðgarnir sem ná því. Jay LaPrete/AP LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Opnar það á möguleikann að hann nái að spila með syni sínum. LeBron verður 36 ára undir lok árs 2020 en ber aldurinn ekki með sér. Hann er að fara inn í sitt 18. ár í NBA-deildinni en spilar þó eins og hann sé áratug yngri. Hann var stórkostlegur í liði Lakers sem vann á endanum titilinn örugglega á síðustu leiktíð. Lakers lagði fyrrum lið LeBron, Miami Heat, í úrslitaeinvígi deildarinnar. Unnu fjóra leiki gegn tveimur hjá Miami og það sem meira er þá var LeBron kosinn MVP einvígisins, það er verðmætasti leikmaðurinn. Er hann fyrsti leikmaður í sögu NBA sem er nær þeim áfanga með þremur mismunandi liðum [Lakers, Miami og Cleveland]. Hann var valinn valinn MVP, eða besti leikmaður, úrslitanna þar sem Lakers lagði Miami Heat af velli í sex leikjum. LeBron er fyrsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að vinna titilinn með þremur liðum. Hann vann hann áður með Miami Heat og Cleveland Cavaliers. Nú hefur LeBron framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023 en hann átti að renna út ári áður. Þetta staðfesti umboðsmaður hans, Rich Paul, í samtali við fjölmiðla í gær. Gæti spilað með syni sínum Eins og staðan er í dag mun samningur LeBron við Lakers renna út sumarið 2023. Þá verður LeBron 38 ára gamall og sonur hans Bronny James 18 ára. Samkvæmt nýjum reglum NBA-deildarinnar geta leikmenn sleppt háskóla og farið beint í nýliðaval deildarinnar eftir menntaskóla. Bronny er talinn gríðarlegt efni og gæti fylgt í fótspor föður síns. Það er að koma ungur að árum inn í NBA-deildina. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir feðgar verði þeir fyrstu til að spila saman í sögu deildarinnar. Það kemur í ljós haustið 2023. LeBron s extension will end in 2023, and Bronny could be eligible for the NBA draft that year if the rules changeFirst father-son duo to play at the same time? pic.twitter.com/gGJHdaBDNL— Bleacher Report (@BleacherReport) December 2, 2020 Körfubolti NBA Tengdar fréttir Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs. 1. desember 2020 13:30 Semur aftur við meistarana Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð. 23. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Opnar það á möguleikann að hann nái að spila með syni sínum. LeBron verður 36 ára undir lok árs 2020 en ber aldurinn ekki með sér. Hann er að fara inn í sitt 18. ár í NBA-deildinni en spilar þó eins og hann sé áratug yngri. Hann var stórkostlegur í liði Lakers sem vann á endanum titilinn örugglega á síðustu leiktíð. Lakers lagði fyrrum lið LeBron, Miami Heat, í úrslitaeinvígi deildarinnar. Unnu fjóra leiki gegn tveimur hjá Miami og það sem meira er þá var LeBron kosinn MVP einvígisins, það er verðmætasti leikmaðurinn. Er hann fyrsti leikmaður í sögu NBA sem er nær þeim áfanga með þremur mismunandi liðum [Lakers, Miami og Cleveland]. Hann var valinn valinn MVP, eða besti leikmaður, úrslitanna þar sem Lakers lagði Miami Heat af velli í sex leikjum. LeBron er fyrsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að vinna titilinn með þremur liðum. Hann vann hann áður með Miami Heat og Cleveland Cavaliers. Nú hefur LeBron framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023 en hann átti að renna út ári áður. Þetta staðfesti umboðsmaður hans, Rich Paul, í samtali við fjölmiðla í gær. Gæti spilað með syni sínum Eins og staðan er í dag mun samningur LeBron við Lakers renna út sumarið 2023. Þá verður LeBron 38 ára gamall og sonur hans Bronny James 18 ára. Samkvæmt nýjum reglum NBA-deildarinnar geta leikmenn sleppt háskóla og farið beint í nýliðaval deildarinnar eftir menntaskóla. Bronny er talinn gríðarlegt efni og gæti fylgt í fótspor föður síns. Það er að koma ungur að árum inn í NBA-deildina. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir feðgar verði þeir fyrstu til að spila saman í sögu deildarinnar. Það kemur í ljós haustið 2023. LeBron s extension will end in 2023, and Bronny could be eligible for the NBA draft that year if the rules changeFirst father-son duo to play at the same time? pic.twitter.com/gGJHdaBDNL— Bleacher Report (@BleacherReport) December 2, 2020
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs. 1. desember 2020 13:30 Semur aftur við meistarana Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð. 23. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs. 1. desember 2020 13:30
Semur aftur við meistarana Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð. 23. nóvember 2020 20:46
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum