Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2020 12:52 Alma Hafsteinsdóttir segir ótrúlegt hvað formenn félaga berjast af mikilli hörku fyrir rekstri spilakassa. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. „Fólk er að upplifa algjört frelsi og tækifæri til að hætta,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna. Í gær var sýndur Kompás á Vísi um spilafíkn í samkomubanni. Þar segja þrír spilafíklar sögu sína og eru allir sammála um að það sé gæfa að spilasalir séu lokaðir. Alma segir mikinn mun á spilafíklum sem stunda spilakassa og þá sem stunda fjárhættuspil á netinu. Þeir sem séu háðir spilakössum hætti ef þeir loka og fari ekki á netið. Hún sjái ekkert því til fyrirstöðu að fjarlægja spilakassa, sem eru reknir af Rauða kross Íslands, Landbjörg og Háskóla Íslands. „Við höfum bent á að það sé ekki réttlætanlegt að tala um þennan hóp spilafíkla í sömu setningu og við erum að tala um fjáraflanir. Þessi starfsemi á ekkert skylt með fjáröflunum og góðgerðarstarfsemi, ekki neitt.“ Alma vísar til einna viðmælanda Kompáss sem ólst upp við spilafíkn og varð spilafíkill sjálfur. „Við erum að sjá aðra og þriðju kynslóð spilafíkla. Börn sem alast upp við þetta og þróa með sér. Upplifa fátækt og verða fyrir skertum lífsgæðum í æsku. Það er sorglegt að tala um það á sama tíma og við ræðum fjáraflanir fyrir Landsbjörg, Rauða krossinn og háskólann.“ Karítas er alin upp við spilafíkn og segir sögu sína í Kompás. Hún hefur misst allt vegna fíknarinnar, eiginmanninn, börnin og vini.vísir/vilhelm Alma segir að það komi á óvart af hversu mikilli hörku samtökin verja starfsemina og íhugi ekki einu sinni að hætta rekstrinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði framkvæmdastjóri Rauða krossins reksturinn samræmast gildum samtakanna. „Það er 2020 og við búum í þannig samfélagi að við erum ekki tilbúin að fórna fólki fyrir peninga. Aldrei stíga þessir formenn fram og gefa þessum hópi það að fara í rannsóknarvinnu og finna aðrar leiðir til fjáröflunar. Ég er ansi hrædd um að þegar við förum að skoða þessi mál ofan í kjölinn eftir tíu til fimmtán ár verði þetta svartur blettur á okkar sögu sem samfélag.“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa sent þingmönnum bréf þar sem rök Happdrættis Háskóla Íslands fyrir rekstrinum eru að það sé lögbundið hlutverk þeirra. „Þetta stóð aldrei til hjá löggjafanum. Í allri umræðu leyfisveitanda kemur fram að þetta sé hugsað sem lágar upphæðir frá mörgum. Spilakassar voru ekki á þessum tíma af sömu stærðargráðu og þeir eru í dag.“ Samkvæmt könnun samtakanna frá síðasta ári eru 1.200-2.000 manns sem spila í spilakössum. Samkvæmt rannsókn Daníels Ólafssonar, prófessors, eru þrjú þúsund sem eiga í vandræðum með spilakassana en 700 sem eiga við alvarlega fíkn að stríða. Spilað var fyrir 12,5 milljarð árið 2018. „Og ef þetta dreifist á svona fámennan hóp þá er staðan í raun mun alvarlegri en við gerðum okkur grein fyrir. Enda vitum við að þeir sem eru í spilakössunum setja allt sem þeir eiga í þá og meira til.“ SÁÁ var áður hluti af Íslandsspilum en ákvað á framkvæmdastjórafundi fyrir mánuði að draga sig út úr rekstrinum þar sem hann samræmist ekki gildum félagsins. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri feginn að samstarfsslitin væru komin í gang. Sent hafi verið erindi til Landsbjargar og Rauða krossins við ákvörðunina en engin svör borist þaðan. Búist er við að SÁÁ dragi sig út úr rekstrinum frá og með áramótum. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Fólk er að upplifa algjört frelsi og tækifæri til að hætta,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna. Í gær var sýndur Kompás á Vísi um spilafíkn í samkomubanni. Þar segja þrír spilafíklar sögu sína og eru allir sammála um að það sé gæfa að spilasalir séu lokaðir. Alma segir mikinn mun á spilafíklum sem stunda spilakassa og þá sem stunda fjárhættuspil á netinu. Þeir sem séu háðir spilakössum hætti ef þeir loka og fari ekki á netið. Hún sjái ekkert því til fyrirstöðu að fjarlægja spilakassa, sem eru reknir af Rauða kross Íslands, Landbjörg og Háskóla Íslands. „Við höfum bent á að það sé ekki réttlætanlegt að tala um þennan hóp spilafíkla í sömu setningu og við erum að tala um fjáraflanir. Þessi starfsemi á ekkert skylt með fjáröflunum og góðgerðarstarfsemi, ekki neitt.“ Alma vísar til einna viðmælanda Kompáss sem ólst upp við spilafíkn og varð spilafíkill sjálfur. „Við erum að sjá aðra og þriðju kynslóð spilafíkla. Börn sem alast upp við þetta og þróa með sér. Upplifa fátækt og verða fyrir skertum lífsgæðum í æsku. Það er sorglegt að tala um það á sama tíma og við ræðum fjáraflanir fyrir Landsbjörg, Rauða krossinn og háskólann.“ Karítas er alin upp við spilafíkn og segir sögu sína í Kompás. Hún hefur misst allt vegna fíknarinnar, eiginmanninn, börnin og vini.vísir/vilhelm Alma segir að það komi á óvart af hversu mikilli hörku samtökin verja starfsemina og íhugi ekki einu sinni að hætta rekstrinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði framkvæmdastjóri Rauða krossins reksturinn samræmast gildum samtakanna. „Það er 2020 og við búum í þannig samfélagi að við erum ekki tilbúin að fórna fólki fyrir peninga. Aldrei stíga þessir formenn fram og gefa þessum hópi það að fara í rannsóknarvinnu og finna aðrar leiðir til fjáröflunar. Ég er ansi hrædd um að þegar við förum að skoða þessi mál ofan í kjölinn eftir tíu til fimmtán ár verði þetta svartur blettur á okkar sögu sem samfélag.“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa sent þingmönnum bréf þar sem rök Happdrættis Háskóla Íslands fyrir rekstrinum eru að það sé lögbundið hlutverk þeirra. „Þetta stóð aldrei til hjá löggjafanum. Í allri umræðu leyfisveitanda kemur fram að þetta sé hugsað sem lágar upphæðir frá mörgum. Spilakassar voru ekki á þessum tíma af sömu stærðargráðu og þeir eru í dag.“ Samkvæmt könnun samtakanna frá síðasta ári eru 1.200-2.000 manns sem spila í spilakössum. Samkvæmt rannsókn Daníels Ólafssonar, prófessors, eru þrjú þúsund sem eiga í vandræðum með spilakassana en 700 sem eiga við alvarlega fíkn að stríða. Spilað var fyrir 12,5 milljarð árið 2018. „Og ef þetta dreifist á svona fámennan hóp þá er staðan í raun mun alvarlegri en við gerðum okkur grein fyrir. Enda vitum við að þeir sem eru í spilakössunum setja allt sem þeir eiga í þá og meira til.“ SÁÁ var áður hluti af Íslandsspilum en ákvað á framkvæmdastjórafundi fyrir mánuði að draga sig út úr rekstrinum þar sem hann samræmist ekki gildum félagsins. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri feginn að samstarfsslitin væru komin í gang. Sent hafi verið erindi til Landsbjargar og Rauða krossins við ákvörðunina en engin svör borist þaðan. Búist er við að SÁÁ dragi sig út úr rekstrinum frá og með áramótum.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira