Að vilja ekki fá frítt í sund Arnór Bragi Elvarsson skrifar 2. desember 2020 07:30 Í Sviss er iðulega kosið um lagabreytingar, gjaldskrárbreytingar og skattahækkanir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki allar tillögur eru samþykktar. Hver og ein hækkun þarf að vera þrædd í gegnum hið pólitíska nálarauga. Um nýliðna helgi gengu Zürich-búar að kjörkassanum og höfnuðu því að fá frítt í sund. Ótrúlegt. Ef farið hefði að ráðum Jóns Gnarr frá 2010 og fríum handklæðum hefði verið lofað í viðbót hefði tillagan jafnvel verið samþykkt. Að öllu grínu slepptu var hún þó heldur göfugri, þjóðaratkvæðagreiðslan um ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélagi og umhverfinu. Meirihluti kjósenda studdu tillöguna um síðastliðna helgi en hún var heldur umdeild. Svisslendingar rökræddu málið í þaula í fjallgöngum meðal vina eða hengdu upp appelsínugula fána á svölum sínum til að sýna málinu stuðning. Hér verður stiklað á stóru um málið. Að draga réttan aðila til ábyrgðar Ákallið til þjóðaratkvæðagreiðslu um ábyrgð fyrirtækja (þ. Konzernverantwortungsinitiative) var stofnað til af um 60 góðgerðar- og félagasamtökum sem öll vildu draga stórfyrirtæki til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar – ekki einungis í Sviss heldur líka í öðrum löndum sem þau starfa. Samkvæmt stofnendum gengur það ekki til lengdar að námufyrirtækið Glencore eitri fyrir ám [sic] eða eyðileggji heilu landsvæðin [sic]. Fleiri dæmi voru nefnd og fleiri fyrirtæki í fleiri geirum dregin inn í sviðsljósið, t.d. Nestlé (matvæli), LafargeHolcim (byggingarvörur) og IXM (hrávörumiðlun). Bent var á það að svissnesk stórfyrirtæki virtust svífast einskis til þess að bæta seðlum í veskið sitt, þó það væri á kostnað líffræðilegs fjölbreytileika, velferðar fólks eða jafnvel mannréttinda barna utan Sviss. Lausnartillagan var sett fram sem einföld. Svissnesk fyrirtæki myndu bera ábyrgð á öllum þeim gjörðum og misgjörðum sinna auk allra þeirra fyrirtækja og birgja sem þau stunduðu viðskipti við erlendis. Því væri hægt að sækja bætur til svissneskra fyrirtækja fyrir niðurníðslu regnskóga á kostnað nýtanlegra pálmaolíuakra í Borneó ef rekja mætti svissnesk útgjöld til slíkrar starfsemi. Að veikja atvinnulífið: svissneski vasahnífur mótraka Andstæðingar framtaksins bentu á að lausn sem þessi hefði ekki verið innleidd neins staðar annars staðar. Hvorki hafi verið sannreynt að ný sér-svissnesk lög myndu standast alþjóðalög, né væru til nokkur fordæmi um hvernig sönnunarbyrði yrði háttað í slíkum málum. Ennfremur myndi tillögð lagasetning ekki styrkja löndin sem svissnesk fyrirtæki væru í viðskiptum við, heldur veikja þau. Svissnesku fyrirtækin myndu einmitt draga úr starfsemi sinni erlendis. Innanlands væri afar íþyngjandi fyrir fyrirtæki að kynna sér starfsemi allra birgja til hlítar, sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem andstæðingar bentu á að væru ekki útilokuð frá tillögunni. Þegar leið á, bentu andstæðingar sérstaklega á misræmi í orðalagi innan tillögunnar. Svissneski meðalvegurinn Samtök fyrirtækja komu með móttillögu: Ákveðin stórfyrirtæki í alþjóðastarfsemi þurfa að skila skýrslu um samfélags- og umhverfisáhrif starfsemi þeirra. Tillaga þessi myndi vera leidd í lög ef þjóðaratkvæðagreiðslan myndi ekki ganga í gegn. Samkvæmt tillögunni, sem samþykkt var í svissneska þinginu í sumar, bera fyrirtækin þó enn enga ábyrgð á erlendum dótturfyrirtækjum eða birgjum. Andstæðingum finnst þessi móttillaga ekki ganga nógu langt. Meirihluti kaus með, en tillagan samt felld Öldungadeild Sviss, mynduð af 46 fulltrúum 26 kantóna Sviss þarf samkvæmt stjórnarskrá einnig að samþykkja allar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þessa tillögu um ábyrgð fyrirtækja samþykktu þau ekki. Þó knappur meirihluti kjósenda, um 51%, hafi kosið með tillögunni voru kjörnir fulltrúar Kantónanna ekki sammála að það væri rétt skref að fyrirtæki beri ábyrgð á starfsemi allra gjörða viðskiptafélaga sinna utan landsteina Sviss. Því verður móttillaga fyrirtækjanna að lögum. Ruedi Noser, öldungardeildarþingmaður Zürich-kantónu, hafði orð á því að þingið hugi að mannréttindum og að texti nýju löggjafarinnar væri allavega með skýr fyrirmæli um hvernig megi vinna að úrbótum á því sviði. Niðurstaðan er súrsæt fyrir þá sem stóðu á bakvið framtakið. Meirihluti fékkst fyrir atkvæðagreiðslunni sem er valdeflandi þó tillagan hafi að lokum verið felld. En fyrirtækin hafa samt lofað að bæta sig. Nestlé segist t.d. á heimasíðu sinni ætla að geta tryggt uppruna allrar pálmaolíu sem keypt er árið 2020. Erum við að gera nóg? Á sama tíma og erfitt er að vera mótfallinn því að uppræta mannréttindabrot og stíga skref til að bjarga regnskógunum stendur enn sú spurning hvort upprunaleg tillaga gæti meðalhófs um rannsóknarskyldu fyrirtækja á viðskiptafélögum sínum. Tillagan og umræðan hefur þó vissulega hvatt fyrirtæki til að bæta sig. Það er vel. Það má þó vissulega halda þeirri spurningu á lofti hvort gengið sé nógu langt í þeim úrbótum. Glencore hefur ítrekað bent á að málflutningur framtaksfólksins stæði á brauðfótum. En að ýmsu leyti hefur markmiði framtaksfólksins verið náð með því að færa sviðsljósið að starfsemi fyrirtækjanna erlendis. Með þessu eykst þrýstingur á fyrirtæki að halda viðskiptaháttum sínum réttu megin við siðferðimörk samlanda þeirra. Alls ólíklegt er að ein árleg skýrsla um samfélagsáhrif fyrirtækja muni fyllilega upplýsa um téða viðskiptahætti. Eitt er víst að svisslendingar virðast orðnir þreyttir á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kjörsókn fer minnkandi og tillögur almennings til lagasetningar hafa ekki verið samþykktar síðan 2014. Ekki einu sinni tillaga um að fá frítt í sund! Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Sviss er iðulega kosið um lagabreytingar, gjaldskrárbreytingar og skattahækkanir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki allar tillögur eru samþykktar. Hver og ein hækkun þarf að vera þrædd í gegnum hið pólitíska nálarauga. Um nýliðna helgi gengu Zürich-búar að kjörkassanum og höfnuðu því að fá frítt í sund. Ótrúlegt. Ef farið hefði að ráðum Jóns Gnarr frá 2010 og fríum handklæðum hefði verið lofað í viðbót hefði tillagan jafnvel verið samþykkt. Að öllu grínu slepptu var hún þó heldur göfugri, þjóðaratkvæðagreiðslan um ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélagi og umhverfinu. Meirihluti kjósenda studdu tillöguna um síðastliðna helgi en hún var heldur umdeild. Svisslendingar rökræddu málið í þaula í fjallgöngum meðal vina eða hengdu upp appelsínugula fána á svölum sínum til að sýna málinu stuðning. Hér verður stiklað á stóru um málið. Að draga réttan aðila til ábyrgðar Ákallið til þjóðaratkvæðagreiðslu um ábyrgð fyrirtækja (þ. Konzernverantwortungsinitiative) var stofnað til af um 60 góðgerðar- og félagasamtökum sem öll vildu draga stórfyrirtæki til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar – ekki einungis í Sviss heldur líka í öðrum löndum sem þau starfa. Samkvæmt stofnendum gengur það ekki til lengdar að námufyrirtækið Glencore eitri fyrir ám [sic] eða eyðileggji heilu landsvæðin [sic]. Fleiri dæmi voru nefnd og fleiri fyrirtæki í fleiri geirum dregin inn í sviðsljósið, t.d. Nestlé (matvæli), LafargeHolcim (byggingarvörur) og IXM (hrávörumiðlun). Bent var á það að svissnesk stórfyrirtæki virtust svífast einskis til þess að bæta seðlum í veskið sitt, þó það væri á kostnað líffræðilegs fjölbreytileika, velferðar fólks eða jafnvel mannréttinda barna utan Sviss. Lausnartillagan var sett fram sem einföld. Svissnesk fyrirtæki myndu bera ábyrgð á öllum þeim gjörðum og misgjörðum sinna auk allra þeirra fyrirtækja og birgja sem þau stunduðu viðskipti við erlendis. Því væri hægt að sækja bætur til svissneskra fyrirtækja fyrir niðurníðslu regnskóga á kostnað nýtanlegra pálmaolíuakra í Borneó ef rekja mætti svissnesk útgjöld til slíkrar starfsemi. Að veikja atvinnulífið: svissneski vasahnífur mótraka Andstæðingar framtaksins bentu á að lausn sem þessi hefði ekki verið innleidd neins staðar annars staðar. Hvorki hafi verið sannreynt að ný sér-svissnesk lög myndu standast alþjóðalög, né væru til nokkur fordæmi um hvernig sönnunarbyrði yrði háttað í slíkum málum. Ennfremur myndi tillögð lagasetning ekki styrkja löndin sem svissnesk fyrirtæki væru í viðskiptum við, heldur veikja þau. Svissnesku fyrirtækin myndu einmitt draga úr starfsemi sinni erlendis. Innanlands væri afar íþyngjandi fyrir fyrirtæki að kynna sér starfsemi allra birgja til hlítar, sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem andstæðingar bentu á að væru ekki útilokuð frá tillögunni. Þegar leið á, bentu andstæðingar sérstaklega á misræmi í orðalagi innan tillögunnar. Svissneski meðalvegurinn Samtök fyrirtækja komu með móttillögu: Ákveðin stórfyrirtæki í alþjóðastarfsemi þurfa að skila skýrslu um samfélags- og umhverfisáhrif starfsemi þeirra. Tillaga þessi myndi vera leidd í lög ef þjóðaratkvæðagreiðslan myndi ekki ganga í gegn. Samkvæmt tillögunni, sem samþykkt var í svissneska þinginu í sumar, bera fyrirtækin þó enn enga ábyrgð á erlendum dótturfyrirtækjum eða birgjum. Andstæðingum finnst þessi móttillaga ekki ganga nógu langt. Meirihluti kaus með, en tillagan samt felld Öldungadeild Sviss, mynduð af 46 fulltrúum 26 kantóna Sviss þarf samkvæmt stjórnarskrá einnig að samþykkja allar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þessa tillögu um ábyrgð fyrirtækja samþykktu þau ekki. Þó knappur meirihluti kjósenda, um 51%, hafi kosið með tillögunni voru kjörnir fulltrúar Kantónanna ekki sammála að það væri rétt skref að fyrirtæki beri ábyrgð á starfsemi allra gjörða viðskiptafélaga sinna utan landsteina Sviss. Því verður móttillaga fyrirtækjanna að lögum. Ruedi Noser, öldungardeildarþingmaður Zürich-kantónu, hafði orð á því að þingið hugi að mannréttindum og að texti nýju löggjafarinnar væri allavega með skýr fyrirmæli um hvernig megi vinna að úrbótum á því sviði. Niðurstaðan er súrsæt fyrir þá sem stóðu á bakvið framtakið. Meirihluti fékkst fyrir atkvæðagreiðslunni sem er valdeflandi þó tillagan hafi að lokum verið felld. En fyrirtækin hafa samt lofað að bæta sig. Nestlé segist t.d. á heimasíðu sinni ætla að geta tryggt uppruna allrar pálmaolíu sem keypt er árið 2020. Erum við að gera nóg? Á sama tíma og erfitt er að vera mótfallinn því að uppræta mannréttindabrot og stíga skref til að bjarga regnskógunum stendur enn sú spurning hvort upprunaleg tillaga gæti meðalhófs um rannsóknarskyldu fyrirtækja á viðskiptafélögum sínum. Tillagan og umræðan hefur þó vissulega hvatt fyrirtæki til að bæta sig. Það er vel. Það má þó vissulega halda þeirri spurningu á lofti hvort gengið sé nógu langt í þeim úrbótum. Glencore hefur ítrekað bent á að málflutningur framtaksfólksins stæði á brauðfótum. En að ýmsu leyti hefur markmiði framtaksfólksins verið náð með því að færa sviðsljósið að starfsemi fyrirtækjanna erlendis. Með þessu eykst þrýstingur á fyrirtæki að halda viðskiptaháttum sínum réttu megin við siðferðimörk samlanda þeirra. Alls ólíklegt er að ein árleg skýrsla um samfélagsáhrif fyrirtækja muni fyllilega upplýsa um téða viðskiptahætti. Eitt er víst að svisslendingar virðast orðnir þreyttir á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kjörsókn fer minnkandi og tillögur almennings til lagasetningar hafa ekki verið samþykktar síðan 2014. Ekki einu sinni tillaga um að fá frítt í sund! Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun