Erlent

Bræður dæmdir í um­töluðu morð­máli á Borgundar­hólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Borgundarhólmi. Árásin átti sér stað þann 23. júní síðastliðinn.
Frá Borgundarhólmi. Árásin átti sér stað þann 23. júní síðastliðinn. Getty

Dómstóll í Danmörku hefur fundið tvo bræður seka fyrir drápið á hinum 28 ára Phillip Johansen í Norðurskógi á Borgundarhólmi í júní síðastliðinn. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

Dómstóll í Danmörku hefur dæmt tvo bræður í fjórtán ára fangelsi fyrir drápið á hinum 28 ára Phillip Johansen í Norðurskógi á Borgundarhólmi í júní síðastliðinn. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

DR segir frá því að bræðurnir, Mads og Magnus Møller, hafi ekki sýnt mikil svipbrigði þegar dómur var kveðinn upp. Saksóknari taldi hæfilega refsingu vera 14 til 16 ára fangelsi á meðan verjendur fóru fram á að hámarki tólf ára fangelsisvist.

Bræðurnir beittu Johansen grófu ofbeldi í fimmtán til tuttugu mínútur og skildu hann svo eftir í blóði sínu í skóginum. Í vitnaleiðslum kom fram að bræðurnir hafi nokkrum sinnum gert hlé á árásunum á meðan á þeim stóð.

Bræðurnir sögðust fyrir dómi hafa farið með Johanson út í skóginn til að „kenna honum lexíu“, en eldri bróðirinn á að hafa fengið upplýsingar um það daginn áður að Johansen hafi ráðist á móður bræðranna.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×