Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. Tæplega sex þúsund Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og hátt í 700 eru hugsanlegir spilafíklar. Rannsóknir sýna að flestir í þessum hópi séu með fíkn í spilakassa en þeir hafa verið lokaðir stóran hluta ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Í Kompás heyrum við sögur þriggja spilafíkla sem allir segja lokunina hafa haft gífurlega góð áhrif og jafnvel bjargað lífi þeirra. Karítas Valsdóttir er 32 ára, þriggja barna móðir, sem glímt hefur við spilafíkn frá unga aldri. Aðeins níu ára gömul byrjaði hún að fara í svokallaða sjoppukassa með nánum fjölskyldumeðlimum. Karitas lýsir uppvexti sínum í þættinum, fátæktinni og peningaáhyggjum. Margar nætur grét ég yfir því að þetta væri til. Ég óskaði þess svo heitt að það væri hægt að taka þetta burt. Af því að fjölskylda og vinir gátu ekki hætt Sjálf var Karítas farin að spila af fullum þunga á unglingsárum, hún eignaðist kærasta sem einnig var spilafíkill og varð ólétt 17 ára. Karítas var harðákveðin í að hætta þegar barnið væri komið í heiminn. Karítas segir spilakassa hafa rústað lífi sínu og vill banna þá.Vísir/Vilhelm „Því ég vissi hvernig er að alast upp í kringum spilafíkla og hvað þetta brýtur barn niður. En svo eignast ég barnið og ég get ekki hætt.“ Skildi ungabarn eftir eitt heima Karítas varð einstæð móðir en fann alltaf leiðir til að komast í spilasalina. Í þættinum lýsir hún því hvernig hún tók barnið með sér í spilakassana. Eftur að fólk gerði athugasemdir við það skildi hún það eftir eitt heima. Ég svæfði hann heima í vöggunni og skildi hann bara eftir því hann var hvort eð er sofandi. Ætlaði bara að vera stutt en svo gleymdi ég mér fyrir framan kassann. Svo kom ég heim og þá var hann vakandi, útúrgrátinn, rauður í andlitinu og búinn að kúka á sig. Þetta er ógeðslegt. Karítas segist alltaf hafa lofað sér að gera þetta aldrei aftur. „En svo gerði ég þetta alltaf aftur.“ Braut upp baukana hjá börnunum Barnavernd hafði þó aldrei afskipti af Karítas enda bendir hún á að spilafíkn sé mjög falin. Karítas fór í meðferð og náði níu árum án spila, hún kynntist öðrum manni, átti hamingjurík ár í hjónabandi og eignaðist tvö börn í viðbót. En svo lenti hún harkalega aftur á botninum. „Ég lendi í raun á sama stað og ég endaði. Ég braut upp baukana hjá börnunum um miðjar nætur og var komin aftur á þann stað að langa að deyja,“ segir Karítas. Á aðeins þremur mánuðum spilaði hún allt frá sér. Spilakassarnir tóku allt frá mér. Allt sem ég var búin að vinna upp á níu árum, hjónabandið, fjölskylduna, samskipti við börnin og vini. Ég rústaði öllu á einu bretti á þremur mánuðum. Karítas var svo langt leidd að hún sá enga aðra leið en að gefa eftir forræði yfir börnunum sínum til föður þeirra. Spilasalir hafa verið lokaðir í tvo mánuði. En þeir munu opna aftur þegar létt verður á samkomubanni. Spilafíklar kvíða þeim degi.Vísir/Baldur Hrafnkell „Út af því að hann er góður maður og getur hugsað um þau fjárhagslega. Þau eru í góðum höndum og ég gat ekki gert þeim það að vera í þeirra lífi.“ 100 þúsund á klukkutíma Sesselja G. Sigurðardóttir, sem alltaf er kölluð Sessa, hefur verið spilafíkill í þrjátíu ár og aldrei náð tökum á fíkninni til lengri tíma. Henni hefur þó gengið vel í baráttunni við Bakkus og verið edrú til fjölda ára. Hún segir spilafíknina mun sterkari og að eina ástæðan fyrir því að hún hafi ekki spilað í tvo mánuði sé að spilasalirnir eru lokaðir. Sessa hefur leitað allra leiða til að komast yfir pening til að geta spilað í spilakössum. Meira að segja velt fyrir sér að stunda vændi.Vísir/Vilhelm Sessa átti sérstaklega erfitt tímabil rétt áður en skellt var í lás. Hún er með eigin rekstur í miðbænum og notaði hvert tækifæri til að komast í spilasalinn á næsta horni - og spilaði nánast allt frá sér. „Ég fer með hundrað þúsund og það er búið eftir klukkutíma. Þá fer ég með 500 þúsund og get þá spilað í þrjá tíma en það er heldur ekki nóg. Ég er búin að klippa mörg debetkort á leið heim úr spilasalnum. Ég held ég hafi endurnýjað kortið mitt í fyrra tólf eða þrettán sinnum.“ Þrátt fyrir sterka fíkn finnur Sessa ekki fyrir fráhvörfum. „Það er öðruvísi þegar það er ekki hægt að spila. Það er engin leið fram hjá því,“ segir Sessa og bætir við að henni hafi liðið vel síðustu tvo mánuði. „Bara æði. Bara virkilega!“ En það hefur ekki alltaf verið svona bjart yfir. Síðustu tíu ár ég hef hugsað um að fyrirfara mér. Þegar ég er búin að tapa öllu. Ég hef oft hugsað um að taka bílaleigubíl og klessa á næsta staur. Stolið og logið frá sínum nánustu Þorvarður Karl Þorvarðarson vinnur á vernduðum vinnustað og býr í íbúðarkjarna í Kópavogi, rétt hjá tveimur stórum spilasölum. Hann hefur spilað frá tíu ára aldri. „Þetta vefur upp á sig á slíkum hraða að jörðin snýst ekki. Þetta gerist svo hratt,“ segir Þorvarður. Þorvarður segir óheiðarleikann verstan við spilafíknina. Hjálpa þurfi spilafíklum betur og að spilasalir séu of margir og of víða. Vísir/Vilhelm Mest hefur hann eytt yfir hundrað þúsund krónum í spilakassa á einum degi og eftir slíkan spiladag líður honum ekki vel. Þorvarður hefur falið fíkn sína og finnst óheiðarleikinn verstur. „Ætli það versta sé ekki hvað maður er búinn að koma sér í mikil vandræði hjá fólki sem manni þykir vænt um. Sem þykir vænt um mann sjálfan á móti. Og ég hef stolið frá því og logið eins og ég er langur til hvað ég ætla að gera, hikstalaust. Við erum betri lygarar en atvinnumenn í stjórnmálum. Eftir tæplega fimmtíu ára baráttu tók Þorvarður gæfuspor þegar hann byrjaði að fara á fundi fyrir spilafíkla. „Nú er ég búinn að ná þessu í hálft ár. Og ég vona að æðri máttur gefi að ég nái öðru eins. Hefur það áhrif að spilasalirnir séu lokaðir? „Já, til hins betra.“ Ákvörðun stjórnvalda að reka spilakassa Fíknin í spilakassa er sterk. Hver leikur tekur stuttan tíma, frá því að stutt er á hnappinn þar til niðurstaða er fengin. Endurgjöfin er mikil, margir smávinningar og fólk telur sig hafa stjórn á leiknum. En það er ímynduð upplifun, enda leikurinn algjörlega háður tilviljunum. Karítas, Sessa og Þorvarður eiga það sameiginlegt að fíkn þeirra einskorðast við spilakassa. Á Íslandi reka Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands mörg hundruð spilakassa. Íslandsspil er í eigu Landsbjargar, Rauða krossins og SÁÁ, sem hefur þó ákveðið að draga sig út úr rekstrinum. Spilað var fyrir ríflega tólf milljarða á árinu 2018. Stór hluti fer til Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Hafsteinn Þórðarson Happdrætti Háskólans er eins og sést umsvifameiri á markaði. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir einfalt svar við því af hverju stofnunin stendur í rekstri spilakassa. „Þetta er ákvörðun stjórnvalda og það er lögbundið hlutverk okkar að fjármagna húsbyggingar Háskóla Íslands. 24 byggingar hafa verið byggðar fyrir happdrættisfé með þeirri leið sem Alþingi hefur ákveðið,“ segir hún. Vill láta banna sig í spilasölum Af þremenningunum er Sessa sú eina sem hefur prófað fjárhættuspil á netinu en hún setti sjálfa sig fljótt í bann. Sessa finnur hins vegar enga leið til að forðast spilakassana. Eina lausnin sé að fjarlægja þá. „Ég hef oft grínast með það á þessum stöðum hvort það sé hægt að setja mig í bann. En það er bara fram á næsta dag. Það er aldrei sagt neitt þegar ég kem aftur. Ég er bara að biðja um að láta stoppa mig.“ Sessa vill að sjoppukassarnir verði fjarlægðir. Þannig byrjaði hún að spila. Vísir/Vilhelm Spilasalir setja fólk ekki í bann en með svokölluðum spilakortum, sem tekin hafa verið í notkun víða á Norðurlöndunum, væri hægt að stöðva Sessu og aðra sem eru í sama vanda. Með kortinu þarf fólk að skrá sig til þess að geta farið í spilakassana og leggja pening fyrirfram inn á kortið. Þetta getur auðveldað fólki að setja sér mörk um eyðslu og það getur sett sig sjálft í spilabann. Happdrætti Háskólans hefur skoðað þessa leið en ekki er vitað hvenær þau verða innleidd. „Það er einhver tími í það, ég þori ekki að fara með hversu langt,“ segir Bryndís. „Það er hægt að innleiða svona í áföngum en lengst er hægt að ganga með að þú í rauninni getir ekki spilað nema að þú sért með spilakort.“ Lokun haft góð áhrif á alla fjölskylduna Karítas vill að spilakassar verði hreinlega bannaðir. Eftir að hafa farið í meðferð hefur hún náð þremur árum án spilakassa og segir samkomubann hjálpa til. Einnig sér hún góð áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi, sem ekki hefur tekist að hætta. Karítas segir lokun spilakassa hafa áhrif á alla fjölskylduna, enda margir að glíma við spilafíkn. Hún biður til guðs að þeir opni ekki aftur spilakassana en lokunin er eingöngu tímabundin hliðarverkun heimsfaraldurs. Vísir/Vilhelm „Það er allt annar ljómi yfir þeim og þau vilja hafa þetta svona áfram. Það er svo mikill léttir að þurfa ekki að fara. Ég bið til guðs að þeir opni ekki aftur og sýni skilning. Það er ekki hægt að sjá það í tölum hvað það er að bjarga mörgum að hafa þetta ekki opið. Þetta eyðileggur ekki bara spilafíkilinn heldur fjölskylduna líka Karítas blæs á allar afsakanir um að spilafíklar fari þá beint á netið. Það séu svo margir spilafíklar sem séu eingöngu með fíkn í spilakassa. Gróði Happdrættis Háskóla Íslands hefur verið notaður til að byggja 24 háskólabyggingar. Starsfemin er bundin í lög.Vísir/Vilhelm Bryndís hjá Happdrætti Háskóla Íslands segir það ekki ákvörðun þeirra að hætta rekstri spilakassa á meðan Alþingi ákveður svo. „Þetta er okkar lögbundna hlutverk og við tökum hlutverki okkar alvarlega og reynum að sinna þessum rekstri með ábyrgum hætti,“ segir hún og telur upp þær leiðir sem eru farnar. Meðal annars að styrkja meðferðarúrræði, rannsóknir á spilafíkn, Hjálparsíma Rauða krossins og með því að halda úti síðunni „Ábyrg spilun“ í samstarfi við Íslandsspil. Spilakassar ekki það sama og netspilun Bryndís segist hafa áhyggjur af netspilun sem óhindrað aðgengi sé að. En viðmælendur Kompáss eru allir á einu máli um að skýr skil séu á milli spilakassa og netspilunar. Þar að auki, eins og komið hefur fram, sé hægt að setja sig í bann við fjárhættuspili á netinu. Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands reka hundruð spilakassa. Viðmælendur Kompáss segja líf spilafíkla jafn mikils virði og þeirra sem njóta arðsemi kassanna, en gróðinn er notaður til góðgerðamála, björgunarsveita og í byggingar Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Karítas er í góðu sambandi við börnin sín í dag og vonar að henni hafi tekist að ná stjórn á spilafíkn sinni fyrir lífstíð. Þorvarður horfir einnig bjartsýnn til framtíðar en Sessa segist bara geta vonað að hún fari ekki aftur í spilasalina þegar þeir verða opnaðir aftur. Enda er lokunin aðeins hliðarverkun á heimsfaraldri og ekki hugsuð til framtíðar. „Ég get ekki lofað. Ég er búin að lofa svo oft og svíkja jafn oft. Ég ætla að gera mitt besta.“ Kompás Heilbrigðismál Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Innlent
Tæplega sex þúsund Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og hátt í 700 eru hugsanlegir spilafíklar. Rannsóknir sýna að flestir í þessum hópi séu með fíkn í spilakassa en þeir hafa verið lokaðir stóran hluta ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Í Kompás heyrum við sögur þriggja spilafíkla sem allir segja lokunina hafa haft gífurlega góð áhrif og jafnvel bjargað lífi þeirra. Karítas Valsdóttir er 32 ára, þriggja barna móðir, sem glímt hefur við spilafíkn frá unga aldri. Aðeins níu ára gömul byrjaði hún að fara í svokallaða sjoppukassa með nánum fjölskyldumeðlimum. Karitas lýsir uppvexti sínum í þættinum, fátæktinni og peningaáhyggjum. Margar nætur grét ég yfir því að þetta væri til. Ég óskaði þess svo heitt að það væri hægt að taka þetta burt. Af því að fjölskylda og vinir gátu ekki hætt Sjálf var Karítas farin að spila af fullum þunga á unglingsárum, hún eignaðist kærasta sem einnig var spilafíkill og varð ólétt 17 ára. Karítas var harðákveðin í að hætta þegar barnið væri komið í heiminn. Karítas segir spilakassa hafa rústað lífi sínu og vill banna þá.Vísir/Vilhelm „Því ég vissi hvernig er að alast upp í kringum spilafíkla og hvað þetta brýtur barn niður. En svo eignast ég barnið og ég get ekki hætt.“ Skildi ungabarn eftir eitt heima Karítas varð einstæð móðir en fann alltaf leiðir til að komast í spilasalina. Í þættinum lýsir hún því hvernig hún tók barnið með sér í spilakassana. Eftur að fólk gerði athugasemdir við það skildi hún það eftir eitt heima. Ég svæfði hann heima í vöggunni og skildi hann bara eftir því hann var hvort eð er sofandi. Ætlaði bara að vera stutt en svo gleymdi ég mér fyrir framan kassann. Svo kom ég heim og þá var hann vakandi, útúrgrátinn, rauður í andlitinu og búinn að kúka á sig. Þetta er ógeðslegt. Karítas segist alltaf hafa lofað sér að gera þetta aldrei aftur. „En svo gerði ég þetta alltaf aftur.“ Braut upp baukana hjá börnunum Barnavernd hafði þó aldrei afskipti af Karítas enda bendir hún á að spilafíkn sé mjög falin. Karítas fór í meðferð og náði níu árum án spila, hún kynntist öðrum manni, átti hamingjurík ár í hjónabandi og eignaðist tvö börn í viðbót. En svo lenti hún harkalega aftur á botninum. „Ég lendi í raun á sama stað og ég endaði. Ég braut upp baukana hjá börnunum um miðjar nætur og var komin aftur á þann stað að langa að deyja,“ segir Karítas. Á aðeins þremur mánuðum spilaði hún allt frá sér. Spilakassarnir tóku allt frá mér. Allt sem ég var búin að vinna upp á níu árum, hjónabandið, fjölskylduna, samskipti við börnin og vini. Ég rústaði öllu á einu bretti á þremur mánuðum. Karítas var svo langt leidd að hún sá enga aðra leið en að gefa eftir forræði yfir börnunum sínum til föður þeirra. Spilasalir hafa verið lokaðir í tvo mánuði. En þeir munu opna aftur þegar létt verður á samkomubanni. Spilafíklar kvíða þeim degi.Vísir/Baldur Hrafnkell „Út af því að hann er góður maður og getur hugsað um þau fjárhagslega. Þau eru í góðum höndum og ég gat ekki gert þeim það að vera í þeirra lífi.“ 100 þúsund á klukkutíma Sesselja G. Sigurðardóttir, sem alltaf er kölluð Sessa, hefur verið spilafíkill í þrjátíu ár og aldrei náð tökum á fíkninni til lengri tíma. Henni hefur þó gengið vel í baráttunni við Bakkus og verið edrú til fjölda ára. Hún segir spilafíknina mun sterkari og að eina ástæðan fyrir því að hún hafi ekki spilað í tvo mánuði sé að spilasalirnir eru lokaðir. Sessa hefur leitað allra leiða til að komast yfir pening til að geta spilað í spilakössum. Meira að segja velt fyrir sér að stunda vændi.Vísir/Vilhelm Sessa átti sérstaklega erfitt tímabil rétt áður en skellt var í lás. Hún er með eigin rekstur í miðbænum og notaði hvert tækifæri til að komast í spilasalinn á næsta horni - og spilaði nánast allt frá sér. „Ég fer með hundrað þúsund og það er búið eftir klukkutíma. Þá fer ég með 500 þúsund og get þá spilað í þrjá tíma en það er heldur ekki nóg. Ég er búin að klippa mörg debetkort á leið heim úr spilasalnum. Ég held ég hafi endurnýjað kortið mitt í fyrra tólf eða þrettán sinnum.“ Þrátt fyrir sterka fíkn finnur Sessa ekki fyrir fráhvörfum. „Það er öðruvísi þegar það er ekki hægt að spila. Það er engin leið fram hjá því,“ segir Sessa og bætir við að henni hafi liðið vel síðustu tvo mánuði. „Bara æði. Bara virkilega!“ En það hefur ekki alltaf verið svona bjart yfir. Síðustu tíu ár ég hef hugsað um að fyrirfara mér. Þegar ég er búin að tapa öllu. Ég hef oft hugsað um að taka bílaleigubíl og klessa á næsta staur. Stolið og logið frá sínum nánustu Þorvarður Karl Þorvarðarson vinnur á vernduðum vinnustað og býr í íbúðarkjarna í Kópavogi, rétt hjá tveimur stórum spilasölum. Hann hefur spilað frá tíu ára aldri. „Þetta vefur upp á sig á slíkum hraða að jörðin snýst ekki. Þetta gerist svo hratt,“ segir Þorvarður. Þorvarður segir óheiðarleikann verstan við spilafíknina. Hjálpa þurfi spilafíklum betur og að spilasalir séu of margir og of víða. Vísir/Vilhelm Mest hefur hann eytt yfir hundrað þúsund krónum í spilakassa á einum degi og eftir slíkan spiladag líður honum ekki vel. Þorvarður hefur falið fíkn sína og finnst óheiðarleikinn verstur. „Ætli það versta sé ekki hvað maður er búinn að koma sér í mikil vandræði hjá fólki sem manni þykir vænt um. Sem þykir vænt um mann sjálfan á móti. Og ég hef stolið frá því og logið eins og ég er langur til hvað ég ætla að gera, hikstalaust. Við erum betri lygarar en atvinnumenn í stjórnmálum. Eftir tæplega fimmtíu ára baráttu tók Þorvarður gæfuspor þegar hann byrjaði að fara á fundi fyrir spilafíkla. „Nú er ég búinn að ná þessu í hálft ár. Og ég vona að æðri máttur gefi að ég nái öðru eins. Hefur það áhrif að spilasalirnir séu lokaðir? „Já, til hins betra.“ Ákvörðun stjórnvalda að reka spilakassa Fíknin í spilakassa er sterk. Hver leikur tekur stuttan tíma, frá því að stutt er á hnappinn þar til niðurstaða er fengin. Endurgjöfin er mikil, margir smávinningar og fólk telur sig hafa stjórn á leiknum. En það er ímynduð upplifun, enda leikurinn algjörlega háður tilviljunum. Karítas, Sessa og Þorvarður eiga það sameiginlegt að fíkn þeirra einskorðast við spilakassa. Á Íslandi reka Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands mörg hundruð spilakassa. Íslandsspil er í eigu Landsbjargar, Rauða krossins og SÁÁ, sem hefur þó ákveðið að draga sig út úr rekstrinum. Spilað var fyrir ríflega tólf milljarða á árinu 2018. Stór hluti fer til Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Hafsteinn Þórðarson Happdrætti Háskólans er eins og sést umsvifameiri á markaði. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir einfalt svar við því af hverju stofnunin stendur í rekstri spilakassa. „Þetta er ákvörðun stjórnvalda og það er lögbundið hlutverk okkar að fjármagna húsbyggingar Háskóla Íslands. 24 byggingar hafa verið byggðar fyrir happdrættisfé með þeirri leið sem Alþingi hefur ákveðið,“ segir hún. Vill láta banna sig í spilasölum Af þremenningunum er Sessa sú eina sem hefur prófað fjárhættuspil á netinu en hún setti sjálfa sig fljótt í bann. Sessa finnur hins vegar enga leið til að forðast spilakassana. Eina lausnin sé að fjarlægja þá. „Ég hef oft grínast með það á þessum stöðum hvort það sé hægt að setja mig í bann. En það er bara fram á næsta dag. Það er aldrei sagt neitt þegar ég kem aftur. Ég er bara að biðja um að láta stoppa mig.“ Sessa vill að sjoppukassarnir verði fjarlægðir. Þannig byrjaði hún að spila. Vísir/Vilhelm Spilasalir setja fólk ekki í bann en með svokölluðum spilakortum, sem tekin hafa verið í notkun víða á Norðurlöndunum, væri hægt að stöðva Sessu og aðra sem eru í sama vanda. Með kortinu þarf fólk að skrá sig til þess að geta farið í spilakassana og leggja pening fyrirfram inn á kortið. Þetta getur auðveldað fólki að setja sér mörk um eyðslu og það getur sett sig sjálft í spilabann. Happdrætti Háskólans hefur skoðað þessa leið en ekki er vitað hvenær þau verða innleidd. „Það er einhver tími í það, ég þori ekki að fara með hversu langt,“ segir Bryndís. „Það er hægt að innleiða svona í áföngum en lengst er hægt að ganga með að þú í rauninni getir ekki spilað nema að þú sért með spilakort.“ Lokun haft góð áhrif á alla fjölskylduna Karítas vill að spilakassar verði hreinlega bannaðir. Eftir að hafa farið í meðferð hefur hún náð þremur árum án spilakassa og segir samkomubann hjálpa til. Einnig sér hún góð áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi, sem ekki hefur tekist að hætta. Karítas segir lokun spilakassa hafa áhrif á alla fjölskylduna, enda margir að glíma við spilafíkn. Hún biður til guðs að þeir opni ekki aftur spilakassana en lokunin er eingöngu tímabundin hliðarverkun heimsfaraldurs. Vísir/Vilhelm „Það er allt annar ljómi yfir þeim og þau vilja hafa þetta svona áfram. Það er svo mikill léttir að þurfa ekki að fara. Ég bið til guðs að þeir opni ekki aftur og sýni skilning. Það er ekki hægt að sjá það í tölum hvað það er að bjarga mörgum að hafa þetta ekki opið. Þetta eyðileggur ekki bara spilafíkilinn heldur fjölskylduna líka Karítas blæs á allar afsakanir um að spilafíklar fari þá beint á netið. Það séu svo margir spilafíklar sem séu eingöngu með fíkn í spilakassa. Gróði Happdrættis Háskóla Íslands hefur verið notaður til að byggja 24 háskólabyggingar. Starsfemin er bundin í lög.Vísir/Vilhelm Bryndís hjá Happdrætti Háskóla Íslands segir það ekki ákvörðun þeirra að hætta rekstri spilakassa á meðan Alþingi ákveður svo. „Þetta er okkar lögbundna hlutverk og við tökum hlutverki okkar alvarlega og reynum að sinna þessum rekstri með ábyrgum hætti,“ segir hún og telur upp þær leiðir sem eru farnar. Meðal annars að styrkja meðferðarúrræði, rannsóknir á spilafíkn, Hjálparsíma Rauða krossins og með því að halda úti síðunni „Ábyrg spilun“ í samstarfi við Íslandsspil. Spilakassar ekki það sama og netspilun Bryndís segist hafa áhyggjur af netspilun sem óhindrað aðgengi sé að. En viðmælendur Kompáss eru allir á einu máli um að skýr skil séu á milli spilakassa og netspilunar. Þar að auki, eins og komið hefur fram, sé hægt að setja sig í bann við fjárhættuspili á netinu. Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands reka hundruð spilakassa. Viðmælendur Kompáss segja líf spilafíkla jafn mikils virði og þeirra sem njóta arðsemi kassanna, en gróðinn er notaður til góðgerðamála, björgunarsveita og í byggingar Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Karítas er í góðu sambandi við börnin sín í dag og vonar að henni hafi tekist að ná stjórn á spilafíkn sinni fyrir lífstíð. Þorvarður horfir einnig bjartsýnn til framtíðar en Sessa segist bara geta vonað að hún fari ekki aftur í spilasalina þegar þeir verða opnaðir aftur. Enda er lokunin aðeins hliðarverkun á heimsfaraldri og ekki hugsuð til framtíðar. „Ég get ekki lofað. Ég er búin að lofa svo oft og svíkja jafn oft. Ég ætla að gera mitt besta.“