Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2020 12:01 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að snertifletir á heimilinu, bollar og glös, hafi líklega orðið þeim að falli. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. Víðir er á fimmta degi veikinda og var að heyra á honum í gær að þau hjónin væru á uppleið eftir að hafa verið verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. Hann sagðist í færslu á Facebook vilja vera hreinskilinn með aðdraganda þess að hann smitaðist. Þakka margir honum fyrir og segjast læra af. Víðir segist hafa smitast af eiginkonu sinni, sem greindist á mánudaginn, en uppruni smitsins er óþekktur. Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. Þungbær staða „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Víðir með grímu ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni í bakgrunni. Þríeykið.Vísir/Vilhelm Merkja má á færslu Víðis að hann er manna svekktastur með eigin smitvarnir. „Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu.“ Smitskömm ekki í boði Á annað þúsund manns hafa brugðist við færslu Víðis með kveðju á Facebook. Yfirgnæfandi hluti athugasemdanna eru jákvæðar, óskir um góðan bata og þakkir fyrir heiðarlega frásögn. Freyr Alexandersson knattspyrnuþjálfari sem starfað hefur með Víði hjá Knattspyrnusambandi Íslands sendir batakveðjur. „Elsku vinur. Góðan bata. Smitskömm er ekki í boði. Það erum við öll sammála um. Áfram gakk félagi.“ Freyr Alexandersson, fyrir miðju, styður við bakið á sínum manni og segir smitskömm ekki í boði. Eitthvað sem Víðir hefur sjálfur lagt áherslu á í kórónuveirufaraldrinum. Að vera ekki að eltast við sökudólga heldur að standa saman.Vísir/Vilhelm Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sendir baráttukveðjur og það gerir Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands líka. Karl Sigurbjörnsson fyrrverandi biskup er meðal þeirra sem þakka Víði fyrir að deila smitsögunni með fólki. Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur vonar að hjónin nái heilsu sem fyrst. „Ykkar saga er gríðarlega lærdómsrík og og dýrmæt fyrir okkur öll. Í þessu sem öllu öðru ertu okkar mikilvægi leiðtogi og fyrirmynd. Við treystum á og hlustum á Víði.“ Stuðningur úr þingheimi og frá fjölmiðlum Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar las frásögn Víðis og lærði af. „Kærar þakkir fyrir þessa frásögn sem er líklega þörf ábending til okkar margra,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson segir að læra megi af smitsögu Víðis. Hún og fleiri.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sendir Víði batakveðjur og sama gildir um fjölmarga kollega hans úr lögreglunni hvar hann hefur starfað um áratuga skeið. Þá senda fjölmargir fjölmiðlamenn Víði kveðju. Samskipti fjölmiðla við Víði hafa verið mikil á árinu enda nær daglegur fastagestur á skjánum. Upplýsingafundirnir eru orðnir 140 og hefur Víðir staðið vaktina á langflestum þeirra. Varð fyrir miklum vonbrigðum Þó eru aðrir, mun færri en þó nokkrir, sem gagnrýna Víði. Raunar hefur Víðir endurtekið sagt á upplýsingafundum á árinu að gagnrýni sé eðlileg og góð. Og þau hlusti. Hann lækar allar athugasemdir og les því greinilega það sem fólk hefur að segja. Óli G. Þorsteinsson segist fyrir utan litla skírnarveislu í lok maí hafa hitt sjö manneskjur frá því í mars. „11 gestir á 48 klst. er „í lagi“. Fjöldatakmarkanalega séð. En starfs síns vegna hefði ég haldið að Víðir ætti, og þyrfti, að taka þetta tölvert mikið alvarlega en almúgamaðurinn. Fyrir utan að vera nánast því „andlit“ persónulegra sóttvarna á Íslandi og fyrirmynd. Öll þessi varnaðarorð þríeykisins um að hafa fjölskylduboð lágstemdari um jólin. Þetta svipað eða meira en sá fjöldi sem ég gerði mér vonir til að geta hitt yfir hátíðirnar. Og miðað við fréttir af ömmukaffi og heimkomupartí og öll hin partíin hjá fólki sem getur ekki hamið sig, þá ríkir engin bjartsýni hér. Ég varð bara fyrir svo miklum vonbrigðum við að lesa þetta,“ segir Óli í færslu á Facebook. Rithöfundurinn Stefán Máni getur ekki beðið eftir að sundlaugarnar opni aftur. „Þannig að sundlaugar og líkamsræktaðstöðvar voru ekki vandamálið heldur gestagangurinn heima hjá Víði?“ spyr Stefán Máni á Twitter. Þannig að sundlaugar og líkamsræktaðstöðvar voru ekki vandamálið heldur gestagangurinn heima hjá Víði?— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) November 29, 2020 Kristín Sævarsdóttir sendir hlýjar batakveðjur en er hugsi. „Mér finnst þú hafa umgengist talsvert mikið af fólki á eigin heimili 21. nóvember sl þó að fjarlægðartakmarkanir hafa verið haldnar. Snertifletirnir eru greinilega hættulegir. Kaffikanna, hurðahúnar ofl. Þetta er allt lærdómsríkt.“ Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir sendir sömuleiðis batakveðjur til Víðis en staldrar við heimsóknir á heimili hans. Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi sem hafa verið 140 á árinu. Sá næsti er á morgun og sakna margir þess að Víðir verði ekki í brúnni á þeim fundi enda í einangrun.Vísir/Vilhelm „Að persóna í þínu embætti sem sagt hefur í a.m.k. hálft ár „við gerum þetta saman“ og að fólk skuli halda sig heima, skuli leyfa sér að taka á móti (eða hleypa inn til sín) svona fjöld af fólki, það er vítavert hugsunar og kæruleysi í það minnsta. Þín persóna er augljóslega ekki lengur fær um að sinna þessu embætti og ættir að segja þig frá því hið fyrsta. Hætta svo að siða aðra en þína eigin fjölskyldu og vinahóp. Þetta er forkastanlegt,“ segir Valgerður. „Bendi á það sem þú deildir sjálfur þann 10. október s.l. frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra - um að það skipi máli að fækka smitleiðum! Hvað á fólk að halda þegar fyrirmynd gengur þvert gegn boðum? Er allt leyfilegt fyrir suma en ekki fyrir aðra?“ Gott dæmi sem megi læra af Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, sem komst í fréttirnar á dögunum þegar lögregla mætti á heimili hennar vegna gruns um að þar væru fleiri en tíu samankomnir, sendir batakveðju. „En hélduð þið að ef fólk „stoppaði stutt“ að þá væri engin smitthætta? „Ég keyrði undir áhrifum en bara stutta leið.“ „Setti ekki á mig öryggisbelti en var bara að bara rétt að skjótast.“,“ segir Þórdís Björk sem var afar ósátt við athugasemdir lögreglu á heimili hennar á dögunum. Atli Árnason grípur færslu Víðis á lofti. Fyrst allir megi vita um félagslega virkni hans hljóti hann að mega deila sinni skoðun á því. Undrast alla þessa félagslegu virkni og gestakomur við núverandi aðstæður. Finnst það ekki í samræmi við opinber skilaboð. Ekki kemur fram að grímur hafi verið notaðar milli aðila sem komu héðan og þaðan. Loftborið smit vegna mettunar inni er miklu líklegra en snertismit í þessu lýsta tilfelli. Vanmat í gangi víða á loftbornu smiti og mettun veirunnar í andrúmslofti. Þetta er að mínu viti gott dæmi um það sem hægt er að læra af! Atli segist vona að Víðir og fjölskylda og þeir sem sýkist í tengslum við þau nái fljótt góðri heilsu aftur. Ragnhildur G. Hermannsdóttir sendir batakveðju. „Vá hvað margir eru að koma í heimsókn til þín, við hjónin erum búin að hlýða þér Víði síðan í vor og höfum varla hitt börn, barnabörn og systkini, nema á „save“ tímabili í sumar, höldum okkur bara í sveitinni! Mér finnst bara fáránlegt að heyra hvað þið hjónin eru að umgangast mikið af fólki inni á heimili ykkar.“ Kveðjunum heldur áfram að rigna á færslu Víðis sem sjá má í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Segir Víði hressari í dag en í gær Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega. 28. nóvember 2020 15:20 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Víðir er á fimmta degi veikinda og var að heyra á honum í gær að þau hjónin væru á uppleið eftir að hafa verið verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. Hann sagðist í færslu á Facebook vilja vera hreinskilinn með aðdraganda þess að hann smitaðist. Þakka margir honum fyrir og segjast læra af. Víðir segist hafa smitast af eiginkonu sinni, sem greindist á mánudaginn, en uppruni smitsins er óþekktur. Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. Þungbær staða „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Víðir með grímu ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni í bakgrunni. Þríeykið.Vísir/Vilhelm Merkja má á færslu Víðis að hann er manna svekktastur með eigin smitvarnir. „Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu.“ Smitskömm ekki í boði Á annað þúsund manns hafa brugðist við færslu Víðis með kveðju á Facebook. Yfirgnæfandi hluti athugasemdanna eru jákvæðar, óskir um góðan bata og þakkir fyrir heiðarlega frásögn. Freyr Alexandersson knattspyrnuþjálfari sem starfað hefur með Víði hjá Knattspyrnusambandi Íslands sendir batakveðjur. „Elsku vinur. Góðan bata. Smitskömm er ekki í boði. Það erum við öll sammála um. Áfram gakk félagi.“ Freyr Alexandersson, fyrir miðju, styður við bakið á sínum manni og segir smitskömm ekki í boði. Eitthvað sem Víðir hefur sjálfur lagt áherslu á í kórónuveirufaraldrinum. Að vera ekki að eltast við sökudólga heldur að standa saman.Vísir/Vilhelm Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sendir baráttukveðjur og það gerir Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands líka. Karl Sigurbjörnsson fyrrverandi biskup er meðal þeirra sem þakka Víði fyrir að deila smitsögunni með fólki. Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur vonar að hjónin nái heilsu sem fyrst. „Ykkar saga er gríðarlega lærdómsrík og og dýrmæt fyrir okkur öll. Í þessu sem öllu öðru ertu okkar mikilvægi leiðtogi og fyrirmynd. Við treystum á og hlustum á Víði.“ Stuðningur úr þingheimi og frá fjölmiðlum Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar las frásögn Víðis og lærði af. „Kærar þakkir fyrir þessa frásögn sem er líklega þörf ábending til okkar margra,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson segir að læra megi af smitsögu Víðis. Hún og fleiri.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sendir Víði batakveðjur og sama gildir um fjölmarga kollega hans úr lögreglunni hvar hann hefur starfað um áratuga skeið. Þá senda fjölmargir fjölmiðlamenn Víði kveðju. Samskipti fjölmiðla við Víði hafa verið mikil á árinu enda nær daglegur fastagestur á skjánum. Upplýsingafundirnir eru orðnir 140 og hefur Víðir staðið vaktina á langflestum þeirra. Varð fyrir miklum vonbrigðum Þó eru aðrir, mun færri en þó nokkrir, sem gagnrýna Víði. Raunar hefur Víðir endurtekið sagt á upplýsingafundum á árinu að gagnrýni sé eðlileg og góð. Og þau hlusti. Hann lækar allar athugasemdir og les því greinilega það sem fólk hefur að segja. Óli G. Þorsteinsson segist fyrir utan litla skírnarveislu í lok maí hafa hitt sjö manneskjur frá því í mars. „11 gestir á 48 klst. er „í lagi“. Fjöldatakmarkanalega séð. En starfs síns vegna hefði ég haldið að Víðir ætti, og þyrfti, að taka þetta tölvert mikið alvarlega en almúgamaðurinn. Fyrir utan að vera nánast því „andlit“ persónulegra sóttvarna á Íslandi og fyrirmynd. Öll þessi varnaðarorð þríeykisins um að hafa fjölskylduboð lágstemdari um jólin. Þetta svipað eða meira en sá fjöldi sem ég gerði mér vonir til að geta hitt yfir hátíðirnar. Og miðað við fréttir af ömmukaffi og heimkomupartí og öll hin partíin hjá fólki sem getur ekki hamið sig, þá ríkir engin bjartsýni hér. Ég varð bara fyrir svo miklum vonbrigðum við að lesa þetta,“ segir Óli í færslu á Facebook. Rithöfundurinn Stefán Máni getur ekki beðið eftir að sundlaugarnar opni aftur. „Þannig að sundlaugar og líkamsræktaðstöðvar voru ekki vandamálið heldur gestagangurinn heima hjá Víði?“ spyr Stefán Máni á Twitter. Þannig að sundlaugar og líkamsræktaðstöðvar voru ekki vandamálið heldur gestagangurinn heima hjá Víði?— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) November 29, 2020 Kristín Sævarsdóttir sendir hlýjar batakveðjur en er hugsi. „Mér finnst þú hafa umgengist talsvert mikið af fólki á eigin heimili 21. nóvember sl þó að fjarlægðartakmarkanir hafa verið haldnar. Snertifletirnir eru greinilega hættulegir. Kaffikanna, hurðahúnar ofl. Þetta er allt lærdómsríkt.“ Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir sendir sömuleiðis batakveðjur til Víðis en staldrar við heimsóknir á heimili hans. Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi sem hafa verið 140 á árinu. Sá næsti er á morgun og sakna margir þess að Víðir verði ekki í brúnni á þeim fundi enda í einangrun.Vísir/Vilhelm „Að persóna í þínu embætti sem sagt hefur í a.m.k. hálft ár „við gerum þetta saman“ og að fólk skuli halda sig heima, skuli leyfa sér að taka á móti (eða hleypa inn til sín) svona fjöld af fólki, það er vítavert hugsunar og kæruleysi í það minnsta. Þín persóna er augljóslega ekki lengur fær um að sinna þessu embætti og ættir að segja þig frá því hið fyrsta. Hætta svo að siða aðra en þína eigin fjölskyldu og vinahóp. Þetta er forkastanlegt,“ segir Valgerður. „Bendi á það sem þú deildir sjálfur þann 10. október s.l. frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra - um að það skipi máli að fækka smitleiðum! Hvað á fólk að halda þegar fyrirmynd gengur þvert gegn boðum? Er allt leyfilegt fyrir suma en ekki fyrir aðra?“ Gott dæmi sem megi læra af Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, sem komst í fréttirnar á dögunum þegar lögregla mætti á heimili hennar vegna gruns um að þar væru fleiri en tíu samankomnir, sendir batakveðju. „En hélduð þið að ef fólk „stoppaði stutt“ að þá væri engin smitthætta? „Ég keyrði undir áhrifum en bara stutta leið.“ „Setti ekki á mig öryggisbelti en var bara að bara rétt að skjótast.“,“ segir Þórdís Björk sem var afar ósátt við athugasemdir lögreglu á heimili hennar á dögunum. Atli Árnason grípur færslu Víðis á lofti. Fyrst allir megi vita um félagslega virkni hans hljóti hann að mega deila sinni skoðun á því. Undrast alla þessa félagslegu virkni og gestakomur við núverandi aðstæður. Finnst það ekki í samræmi við opinber skilaboð. Ekki kemur fram að grímur hafi verið notaðar milli aðila sem komu héðan og þaðan. Loftborið smit vegna mettunar inni er miklu líklegra en snertismit í þessu lýsta tilfelli. Vanmat í gangi víða á loftbornu smiti og mettun veirunnar í andrúmslofti. Þetta er að mínu viti gott dæmi um það sem hægt er að læra af! Atli segist vona að Víðir og fjölskylda og þeir sem sýkist í tengslum við þau nái fljótt góðri heilsu aftur. Ragnhildur G. Hermannsdóttir sendir batakveðju. „Vá hvað margir eru að koma í heimsókn til þín, við hjónin erum búin að hlýða þér Víði síðan í vor og höfum varla hitt börn, barnabörn og systkini, nema á „save“ tímabili í sumar, höldum okkur bara í sveitinni! Mér finnst bara fáránlegt að heyra hvað þið hjónin eru að umgangast mikið af fólki inni á heimili ykkar.“ Kveðjunum heldur áfram að rigna á færslu Víðis sem sjá má í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Segir Víði hressari í dag en í gær Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega. 28. nóvember 2020 15:20 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44
Segir Víði hressari í dag en í gær Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega. 28. nóvember 2020 15:20
Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42