Innlent

Eldur kom upp í flutninga­skipi milli Fær­eyja og Ís­lands

Sylvía Hall skrifar
Varðskipið Þór var sent til móts við skipið.
Varðskipið Þór var sent til móts við skipið. Vísir/vilhelm

Varðskipið Þór var sent til móts við flutningaskip eftir að eldur kom upp á áttunda tímanum í kvöld. Skipið var á leið með laxeldisfóður frá Bretlandseyjum til Þingeyrar og var miðja vegu milli Færeyja og Íslands.

Sjö voru um borð í skipinu en áhöfnin náði að slökkva eldinn skömmu eftir að neyðarkall barst frá skipinu. Björgunarþyrla frá Færeyjum var kölluð út en þurfti frá að hverfa samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Ásamt varðskipinu Þór var færeyska varðskipið Brimill sent til móts við skipið. Lagt var upp með að Brimill myndi draga skipið til Færeyja, sem var vélarvana eftir eldsvoðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×