Eru engin takmörk fyrir réttindaskerðingum? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:30 Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun