Gæðastarf í skólum Akureyrar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 26. nóvember 2020 16:40 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun