Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 15:36 Frá minnisvarða um Paty í París. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Frakkland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum.
Frakkland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira