Sokkinn kostnaður í mýri Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:31 Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun