Hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi? Heimsljós 26. nóvember 2020 10:13 137 konur eru myrtar af nánum fjölskyldumeðlimi á hverjum einasta degi allan ársins hring í heiminum, 45.073 konur það sem af er árinu 2020. UN Women segir „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis hafa farið vaxandi í heimsfaraldrinum „Á sama tíma og konur eru 70% þeirra sem eru í framlínunni um allan heim að bjarga mannslífum vegna COVID-19, hefur ekkert þríeyki stigið fram til að bjarga þeim 137 konum sem myrtar eru af nánum fjölskyldumeðlimi á hverjum einasta degi allan ársins hring. Tölurnar eru sláandi, svo við hjá UN Women spyrjum því, hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi?,“ segir í grein frá landsnefnd UN Women á Íslandi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, sem var í gær. Þá hófst enn fremur árlegt 16 daga alheimsátak gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er þemað: „Öflum fjár, bregðumst við, fyrirbyggjum og söfnum upplýsingum!“ („Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!“). Ljósaganga UN Women markar yfirleitt upphaf 16 daga átaksins en vegna COVID-19 var engin ljósaganga í gær. Harpa er hins vegar lýst upp í appelsínugulum lit líkt og undanfarin ár, líkt og utanríkisráðuneytið og nokkur sendiráða Íslands, en liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. UN Women á Íslandi hvetur jafnframt alla til að kveikja á kertum í minningu þeirra 45.073 kvenna sem myrtar hafa verið af hendi náins fjölskyldumeðlims á heimsvísu það sem af er ári 2020. „Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19 og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomu- og útgöngubanna. Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er fjármagni oft beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur. Á heimsvísu hafa yfir 240 milljónir kvenna þurft að þola ofbeldi af hendi nákomnum aðila á síðustu tólf mánuðum. Þessi fjöldi mun að öllum líkindum aukast þar sem áhyggjur af heilsufari og fjárhagslegu öryggi skapar aukna streitu á heimilum sem þegar eru undir miklu álagi. Faraldurinn hefur einnig hræðileg áhrif á konur og stúlkur með fötlun sem geta átt í erfiðleikum með að tilkynna ofbeldi og misnotkun. Þá eru einnig aðrir jaðarsettir hópar í hættu svo sem konur í flóttamannabúðum,“ segir í grein UN Women. Utanríkisráðuneytið vill jafnframt vekja athygli á rafrænni málstofu um konur, frið og öryggi, sem haldin er dag af tengslaneti norrænna kvenna í sáttarmiðlun á Íslandi, í samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ (GEST) og utanríkisráðuneytið. Málstofan hefst klukkan 14:00 í dag. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
„Á sama tíma og konur eru 70% þeirra sem eru í framlínunni um allan heim að bjarga mannslífum vegna COVID-19, hefur ekkert þríeyki stigið fram til að bjarga þeim 137 konum sem myrtar eru af nánum fjölskyldumeðlimi á hverjum einasta degi allan ársins hring. Tölurnar eru sláandi, svo við hjá UN Women spyrjum því, hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi?,“ segir í grein frá landsnefnd UN Women á Íslandi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, sem var í gær. Þá hófst enn fremur árlegt 16 daga alheimsátak gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er þemað: „Öflum fjár, bregðumst við, fyrirbyggjum og söfnum upplýsingum!“ („Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!“). Ljósaganga UN Women markar yfirleitt upphaf 16 daga átaksins en vegna COVID-19 var engin ljósaganga í gær. Harpa er hins vegar lýst upp í appelsínugulum lit líkt og undanfarin ár, líkt og utanríkisráðuneytið og nokkur sendiráða Íslands, en liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. UN Women á Íslandi hvetur jafnframt alla til að kveikja á kertum í minningu þeirra 45.073 kvenna sem myrtar hafa verið af hendi náins fjölskyldumeðlims á heimsvísu það sem af er ári 2020. „Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19 og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomu- og útgöngubanna. Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er fjármagni oft beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur. Á heimsvísu hafa yfir 240 milljónir kvenna þurft að þola ofbeldi af hendi nákomnum aðila á síðustu tólf mánuðum. Þessi fjöldi mun að öllum líkindum aukast þar sem áhyggjur af heilsufari og fjárhagslegu öryggi skapar aukna streitu á heimilum sem þegar eru undir miklu álagi. Faraldurinn hefur einnig hræðileg áhrif á konur og stúlkur með fötlun sem geta átt í erfiðleikum með að tilkynna ofbeldi og misnotkun. Þá eru einnig aðrir jaðarsettir hópar í hættu svo sem konur í flóttamannabúðum,“ segir í grein UN Women. Utanríkisráðuneytið vill jafnframt vekja athygli á rafrænni málstofu um konur, frið og öryggi, sem haldin er dag af tengslaneti norrænna kvenna í sáttarmiðlun á Íslandi, í samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ (GEST) og utanríkisráðuneytið. Málstofan hefst klukkan 14:00 í dag. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent