Vill skýra langtímaáætlun um sóttvarnir til loka faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 09:24 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. Ekki mætti líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann setti fram þessa afstöðu samtakanna. Hann ræddi málið einnig í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Allt breytist með tilkomu bóluefnis Hann sagði að samfélagið hefði lært mjög mikið á þessum mánuðum sem liðnir eru síðan faraldurinn hófst í vor. Nú skilji landsmenn betur hvernig þeir eigi að hegða sér – og með væntanlegri tilkomu bóluefnis sé tilefni til að marka skýrari stefnu. „Annars vegar til að vernda sjálf okkur og vernda aðra sem eru viðkvæmir. Þannig að það hefur mikið áunnist í þessum efnum. Samhliða þessu hefur verið slegið í og úr, það hafa komið þessar bylgjur þar sem í raun allar takmarkanir hafa verið hertar mjög mikið og haft mikil áhrif á líf okkar allra,“ sagði Halldór. „Ég hins vegar segir núna að með tilkomu þessa bóluefnis þá breytist í raun allt. Við getum leyft okkur að hætta að horfa á þetta sem spretthlaup þar sem við erum í sífellu að bregðast við einhverjum atburðum með skammtímaaðgerðum og núna met ég það sem svo að það sé rétti tíminn til að setja langtímaplan, allt til enda faraldursins, um hvernig við ætlum að haga sóttvörnum og bregðast við þessari veiru.“ Halldór kallaði þannig eftir því að stjórnvöld stigi fram með þetta „langtímaplan“ – og sagðist jafnframt vita til þess að hugað hefði verið að þessu á vettvangi stjórnvalda. „Og það muni draga verulega úr óvissu sem leggur lamandi hönd, ekki bara á atvinnulífið, heldur líf okkar allra og barnanna.“ Ekki megi stinga höfðinu í sandinn Halldór lagði áherslu á að þessi málflutningur hans væri ekki gagnrýni á sóttvarnayfirvöld, sem honum þætti hafa staðið sig mjög vel. Hann teldi hins vegar kominn tími til að stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld gæfu út skýr viðmið sem allir skildu. „Og ef að smit fara upp fyrir einhver ákveðin mörk, þá gerist eitthvað. Það er að segja, annars vegar verði höftum létt eða þau þyngd,“ sagði Halldór. Þannig þyrfti skýra og tímasetta áætlun um afléttingu afmarkana. Liðkun og hömlur þurfi einnig að vera tengdar við töluleg viðmið, til dæmis nýgengi smits, og enn fremur þyrftu sóttvarnaráðstafanir að vera innbyrðis samkvæmar. „Spurningin er ekki hvort við eigum að vera með sóttvarnir, þær verða númer eitt, tvö og þrjú. Hins vegar er spurningin, þurfum við að lama allt samfélagið og vera í krísuástandi þar til að við höfum náð hjarðónæmi með bólusetningu? Mitt mat er nei og ég held að margir geti tekið undir það að skýr skilaboð frá stjórnvöldum, allt til enda faraldursins, væri verulega til bóta á þessum tíma.“ Ekki mætti stinga höfðinu í sandinn og líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. „Það að það verði um 30 þúsund atvinnulausir nú um áramótin er skelfileg staða. Það er samdóma álit Samtaka atvinnulífsins og Vinnumálastofnunarað því miður verða hver mánaðamót á næstu mánuðum mjög þung.“ Þegar er í bígerð nýtt litakóðakerfi almannavarna, sem auka á þennan fyrirsjáanleika sem Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Litakóðakerfið verður líklega kynnt til sögunnar á morgun, að því er fram kemur í frétt Mbl. Kerfið á gefa til kynna hvaða sóttvarnareglur eru í gildi hverju sinni og á að sýna hver næstu skref verða ef hert eða slakað verður á aðgerðum. Með því á að auka fyrirsjáanleikann vegna faraldursins. Viðtalið við Halldór Benjamín má hlusta á í heild hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. Ekki mætti líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann setti fram þessa afstöðu samtakanna. Hann ræddi málið einnig í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Allt breytist með tilkomu bóluefnis Hann sagði að samfélagið hefði lært mjög mikið á þessum mánuðum sem liðnir eru síðan faraldurinn hófst í vor. Nú skilji landsmenn betur hvernig þeir eigi að hegða sér – og með væntanlegri tilkomu bóluefnis sé tilefni til að marka skýrari stefnu. „Annars vegar til að vernda sjálf okkur og vernda aðra sem eru viðkvæmir. Þannig að það hefur mikið áunnist í þessum efnum. Samhliða þessu hefur verið slegið í og úr, það hafa komið þessar bylgjur þar sem í raun allar takmarkanir hafa verið hertar mjög mikið og haft mikil áhrif á líf okkar allra,“ sagði Halldór. „Ég hins vegar segir núna að með tilkomu þessa bóluefnis þá breytist í raun allt. Við getum leyft okkur að hætta að horfa á þetta sem spretthlaup þar sem við erum í sífellu að bregðast við einhverjum atburðum með skammtímaaðgerðum og núna met ég það sem svo að það sé rétti tíminn til að setja langtímaplan, allt til enda faraldursins, um hvernig við ætlum að haga sóttvörnum og bregðast við þessari veiru.“ Halldór kallaði þannig eftir því að stjórnvöld stigi fram með þetta „langtímaplan“ – og sagðist jafnframt vita til þess að hugað hefði verið að þessu á vettvangi stjórnvalda. „Og það muni draga verulega úr óvissu sem leggur lamandi hönd, ekki bara á atvinnulífið, heldur líf okkar allra og barnanna.“ Ekki megi stinga höfðinu í sandinn Halldór lagði áherslu á að þessi málflutningur hans væri ekki gagnrýni á sóttvarnayfirvöld, sem honum þætti hafa staðið sig mjög vel. Hann teldi hins vegar kominn tími til að stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld gæfu út skýr viðmið sem allir skildu. „Og ef að smit fara upp fyrir einhver ákveðin mörk, þá gerist eitthvað. Það er að segja, annars vegar verði höftum létt eða þau þyngd,“ sagði Halldór. Þannig þyrfti skýra og tímasetta áætlun um afléttingu afmarkana. Liðkun og hömlur þurfi einnig að vera tengdar við töluleg viðmið, til dæmis nýgengi smits, og enn fremur þyrftu sóttvarnaráðstafanir að vera innbyrðis samkvæmar. „Spurningin er ekki hvort við eigum að vera með sóttvarnir, þær verða númer eitt, tvö og þrjú. Hins vegar er spurningin, þurfum við að lama allt samfélagið og vera í krísuástandi þar til að við höfum náð hjarðónæmi með bólusetningu? Mitt mat er nei og ég held að margir geti tekið undir það að skýr skilaboð frá stjórnvöldum, allt til enda faraldursins, væri verulega til bóta á þessum tíma.“ Ekki mætti stinga höfðinu í sandinn og líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. „Það að það verði um 30 þúsund atvinnulausir nú um áramótin er skelfileg staða. Það er samdóma álit Samtaka atvinnulífsins og Vinnumálastofnunarað því miður verða hver mánaðamót á næstu mánuðum mjög þung.“ Þegar er í bígerð nýtt litakóðakerfi almannavarna, sem auka á þennan fyrirsjáanleika sem Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Litakóðakerfið verður líklega kynnt til sögunnar á morgun, að því er fram kemur í frétt Mbl. Kerfið á gefa til kynna hvaða sóttvarnareglur eru í gildi hverju sinni og á að sýna hver næstu skref verða ef hert eða slakað verður á aðgerðum. Með því á að auka fyrirsjáanleikann vegna faraldursins. Viðtalið við Halldór Benjamín má hlusta á í heild hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira