Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun