Smitaður með samviskubit og greiðir allan aukakostnað Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 13:30 Gary Martin á svölunum á hótelinu á Tenerife. Gæti verið í einangrun á verri stað. Troy Williamsson Knattspyrnukappinn Gary Martin segir mjög pirrandi að sitja læstur inni á hótelherbergi á Tenerife með kórónuveiruna. Hann setur spurningamerki við að hann hafi fengið niðurstöður úr Covid-19 prófum annars vegar klukkustund og hins vegar fimm mínútum eftir fyrri og seinni skimun. „Það fannst mér mjög skrýtið. Ég er ekkert viss um að ég sé með þetta og vil helst fá að fara í alvöru pcr próf sem prófar einungis fyrir Covid-19,“ segir Gary. Hann greindist með kórónuveiruna í skimun á flugvellinum við komu og þarf því að dúsa inni á herbergi sínu næstu daga. Gary Martin hefur leikið knattspyrnu á Íslandi í mörg ár og nú síðast með ÍBV í sumar. Þar á undan með Val, KR, ÍA en Gary er frá Darlington á Englandi. Markahrókurinn ætlaði að æfa stíft í viku á Tenerife með félaga sínum Troy Williamsson. „Við vorum búnir að plana þessa ferð sem æfingaferð og koma okkur aftur í rútínu. Svo þegar maður fær svona fréttir þá er það mjög svekkjandi. En þetta er víst partur af lífinu í dag.“ Tíu dagar í einangrun Gary og Troy verða fastir inni á hótelherbergi í tíu daga. „Og eins og ég skil þetta megum við þá yfirgefa eyjuna og þurfum ekki að fara í annað próf,“ segir Gary. Félagi hans Troy Williamsson er líka afreksmaður í íþróttum. Troy er evrópskur meistari í léttvigt í hnefaleikum. „Við ætluðum að æfa vel í hitanum og hlaupa, boxa og lyfta lóðum frá mánudegi til fimmtudags og skemmta okkur síðan á föstudeginum og fljúga aftur heim á laugardegi. Það mun aftur á móti ekki gerast úr þessu,“ segir Gary sem varð að framlengja ferðina vegna veikindanna því hann megi ekki yfirgefa Tenerife strax. Gary Martin í leik með ÍBV. Gary saðist vera nokkuð sprækur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í morgun. „Ég hef verið með smá kvef síðustu daga og það var nokkuð slæmt í tvo daga en ég get alveg trúað því að þetta sé bara kvef. En maður veit aldrei og það er betra að vera skynsamur og vera í sóttkví.“ Hann segir að þeir félagarnir eyði mestum tíma í það að vera í sólbaði á svölunum, horfa á sjónvarpið og elda góðan mat. „Starfsfólkið á hótelinu hefur verið frábært. Við réttum þeim bara lista af matvörum og það fer út í búð og kaupa fyrir okkur. Svo fáum við bara pokann fyrir utan hótelhurðina,“ segir Gary. Öryggisgæsla er töluver en Gary segir öryggisvörð ganga reglulega fram hjá hótelherbergi þeirra svo það sé á hreinu að þeir séu inni í herberginu. Nándin sé mikil hjá þeim Troy í herberginu. Klárar ferilinn á Íslandi „Ég vona að hann verði enn vinur minn eftir tíu daga með mér inni á hótelbergi,“ segir Gary og hlær. „Vonandi fáum við að fara heim 2. eða 3. desember ef við verðum alveg einkennalausir þá. Í skimuninni var ég með Covid en ekki vinur minn Troy, svo þetta er í raun allt mér að kenna því hann þarf að vera með mér í þessari einangrun. Ég borga því þessar auka fjórar nætur á hótelinu og ætla líka að borga breytingargjaldið á fluginu. Það er ekkert betra að borga meira fyrir það að sitja fastur inni á hótelherbergi í tíu daga. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu,“ segir Gary léttur. Gary Martin segist ætla klára feril sinn sem knattspyrnumaður hér á landi. „Ég er með samning við ÍBV og mun koma til baka næsta sumar og hlakka bara mjög mikið til. Eins og ég hef oft sagt áður, ég mun klára minn feril á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Knattspyrnukappinn Gary Martin segir mjög pirrandi að sitja læstur inni á hótelherbergi á Tenerife með kórónuveiruna. Hann setur spurningamerki við að hann hafi fengið niðurstöður úr Covid-19 prófum annars vegar klukkustund og hins vegar fimm mínútum eftir fyrri og seinni skimun. „Það fannst mér mjög skrýtið. Ég er ekkert viss um að ég sé með þetta og vil helst fá að fara í alvöru pcr próf sem prófar einungis fyrir Covid-19,“ segir Gary. Hann greindist með kórónuveiruna í skimun á flugvellinum við komu og þarf því að dúsa inni á herbergi sínu næstu daga. Gary Martin hefur leikið knattspyrnu á Íslandi í mörg ár og nú síðast með ÍBV í sumar. Þar á undan með Val, KR, ÍA en Gary er frá Darlington á Englandi. Markahrókurinn ætlaði að æfa stíft í viku á Tenerife með félaga sínum Troy Williamsson. „Við vorum búnir að plana þessa ferð sem æfingaferð og koma okkur aftur í rútínu. Svo þegar maður fær svona fréttir þá er það mjög svekkjandi. En þetta er víst partur af lífinu í dag.“ Tíu dagar í einangrun Gary og Troy verða fastir inni á hótelherbergi í tíu daga. „Og eins og ég skil þetta megum við þá yfirgefa eyjuna og þurfum ekki að fara í annað próf,“ segir Gary. Félagi hans Troy Williamsson er líka afreksmaður í íþróttum. Troy er evrópskur meistari í léttvigt í hnefaleikum. „Við ætluðum að æfa vel í hitanum og hlaupa, boxa og lyfta lóðum frá mánudegi til fimmtudags og skemmta okkur síðan á föstudeginum og fljúga aftur heim á laugardegi. Það mun aftur á móti ekki gerast úr þessu,“ segir Gary sem varð að framlengja ferðina vegna veikindanna því hann megi ekki yfirgefa Tenerife strax. Gary Martin í leik með ÍBV. Gary saðist vera nokkuð sprækur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í morgun. „Ég hef verið með smá kvef síðustu daga og það var nokkuð slæmt í tvo daga en ég get alveg trúað því að þetta sé bara kvef. En maður veit aldrei og það er betra að vera skynsamur og vera í sóttkví.“ Hann segir að þeir félagarnir eyði mestum tíma í það að vera í sólbaði á svölunum, horfa á sjónvarpið og elda góðan mat. „Starfsfólkið á hótelinu hefur verið frábært. Við réttum þeim bara lista af matvörum og það fer út í búð og kaupa fyrir okkur. Svo fáum við bara pokann fyrir utan hótelhurðina,“ segir Gary. Öryggisgæsla er töluver en Gary segir öryggisvörð ganga reglulega fram hjá hótelherbergi þeirra svo það sé á hreinu að þeir séu inni í herberginu. Nándin sé mikil hjá þeim Troy í herberginu. Klárar ferilinn á Íslandi „Ég vona að hann verði enn vinur minn eftir tíu daga með mér inni á hótelbergi,“ segir Gary og hlær. „Vonandi fáum við að fara heim 2. eða 3. desember ef við verðum alveg einkennalausir þá. Í skimuninni var ég með Covid en ekki vinur minn Troy, svo þetta er í raun allt mér að kenna því hann þarf að vera með mér í þessari einangrun. Ég borga því þessar auka fjórar nætur á hótelinu og ætla líka að borga breytingargjaldið á fluginu. Það er ekkert betra að borga meira fyrir það að sitja fastur inni á hótelherbergi í tíu daga. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu,“ segir Gary léttur. Gary Martin segist ætla klára feril sinn sem knattspyrnumaður hér á landi. „Ég er með samning við ÍBV og mun koma til baka næsta sumar og hlakka bara mjög mikið til. Eins og ég hef oft sagt áður, ég mun klára minn feril á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira