Um 25 börn deyja eða særast alvarlega dag hvern í stríðsátökum Heimsljós 23. nóvember 2020 14:05 ESTHER RUTH MBABAZI/SAVE THE CHILDREN Alls hafa 93,236 börn látið lífið eða orðið fyrir limlestingum í vopnuðum átökum á síðustu tíu árum. Það þýðir að dag hvern deyja eða særast alvarlega að meðaltali 25 börn, sem svarar til einnar bekkjardeildar í hefðbundum grunnskóla. Barnaheill – Save the Children skora á þjóðir heims að samþykka yfirlýsingu um að forðast notkun sprengivopna á þéttbýlum svæðum. Mörg barnanna voru fórnarlömb loftárása, sprengjuárása, jarðsprengja og annarra sprengivopna sem notaðar eru á þéttbýlum svæðum. Rúmlega þriðjungur allra dauðsfalla barna á síðasta ári var af völdum sprengivopna og hlutfallið er enn hærra í löndum eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi. Þessar tölur eru fengnar úr nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children sem nefnist: Killed and Maimed: A Generation of Violations Against Children in Conflict. Samkvæmt skýrslunni fjölgar börnum sem búa á átakasvæðum. „Að baki þessum skelfilegu tölum eru óteljandi sögur af börnum sem eru fórnarlömb stríðsátaka. Mörg þeirra eru fórnarlömb einstaklinga sem brjóta alþjóðalög og reglur með þegjandi samþykki ríkisstjórna. Samt hafa nokkrar þjóðir tekið meðvitaða ákvörðun um að halda áfram að selja stríðsaðilum vopn, jafnvel þótt ljóst sé að þau eru notuð gegn börnum. Þetta getur ekki gengið,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children. Í skýrslunni segir að jafnvel á tímum kórónuveirunnar þegar áherslan ætti að vera á baráttuna gegn farsóttinni haldi stríðsaðilar áfram að drepa og limlesta börn. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir alþjóðlegu vopnahléi í júlí hafi 177 börn verið drepin eða limlest í Jemen, tugir barna verið drepin eða alvarlega særð í Afganistan, ofbeldisverkum fjölgi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og börn í Mjanmar séu tíð fórnarlömb átaka. Í morgun vöktu Save the Children athygli á því að í Afganistan hefðu á árunum 2005 til 2019 rúmlega 26 þúsund börn látið lífið eða orðið fyrir limlestingu í átökum – eða að meðaltali fimm börn á hverjum degi síðustu fjórtán árin. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent
Alls hafa 93,236 börn látið lífið eða orðið fyrir limlestingum í vopnuðum átökum á síðustu tíu árum. Það þýðir að dag hvern deyja eða særast alvarlega að meðaltali 25 börn, sem svarar til einnar bekkjardeildar í hefðbundum grunnskóla. Barnaheill – Save the Children skora á þjóðir heims að samþykka yfirlýsingu um að forðast notkun sprengivopna á þéttbýlum svæðum. Mörg barnanna voru fórnarlömb loftárása, sprengjuárása, jarðsprengja og annarra sprengivopna sem notaðar eru á þéttbýlum svæðum. Rúmlega þriðjungur allra dauðsfalla barna á síðasta ári var af völdum sprengivopna og hlutfallið er enn hærra í löndum eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi. Þessar tölur eru fengnar úr nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children sem nefnist: Killed and Maimed: A Generation of Violations Against Children in Conflict. Samkvæmt skýrslunni fjölgar börnum sem búa á átakasvæðum. „Að baki þessum skelfilegu tölum eru óteljandi sögur af börnum sem eru fórnarlömb stríðsátaka. Mörg þeirra eru fórnarlömb einstaklinga sem brjóta alþjóðalög og reglur með þegjandi samþykki ríkisstjórna. Samt hafa nokkrar þjóðir tekið meðvitaða ákvörðun um að halda áfram að selja stríðsaðilum vopn, jafnvel þótt ljóst sé að þau eru notuð gegn börnum. Þetta getur ekki gengið,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children. Í skýrslunni segir að jafnvel á tímum kórónuveirunnar þegar áherslan ætti að vera á baráttuna gegn farsóttinni haldi stríðsaðilar áfram að drepa og limlesta börn. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir alþjóðlegu vopnahléi í júlí hafi 177 börn verið drepin eða limlest í Jemen, tugir barna verið drepin eða alvarlega særð í Afganistan, ofbeldisverkum fjölgi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og börn í Mjanmar séu tíð fórnarlömb átaka. Í morgun vöktu Save the Children athygli á því að í Afganistan hefðu á árunum 2005 til 2019 rúmlega 26 þúsund börn látið lífið eða orðið fyrir limlestingu í átökum – eða að meðaltali fimm börn á hverjum degi síðustu fjórtán árin. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent