Sæll, Ármann Auður Ósk Hallmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 13:00 Bréf sent á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Sæll Ármann, Takk fyrir bréfið, það var fallegt. Auður Ósk Hallmundsdóttir heiti ég. Ég vinn á Leikskólanum Kópasteini og hef gert síðastliðin 7 ár sem leiðbeinandi á leikskóla. Ég tók að mér deildarstjórn á deild fyrir börn 2-3 ára fyrir nokkrum árum. Vinnan mín er bæði skemmtileg og innihaldsrík. Leikskólinn er ekki bara vinnustaður heldur staður þar sem mér líður vel og ég er umkringd fólki sem sýnir börnum og öðru starfsfólki bæði kærleik og hlýju. Á sama tíma og þú sendir þetta fallega þakkarbréf til okkar sá ég grein í fjölmiðli sem sýndi hæstu og lægstu laun á Ísland. Þar kemur einmitt fram að áberandi lægstu launin eru fyrir störf í barnagæslu með um 398 þúsund á mánuði. Það er jafnframt lægst launaða starfsstétt landsins. Sem leiðbeinandi á leikskóla vitandi alla þá ábyrgð og miklu vinnu sem felst í því að vinna þessa vinnu og vera á lægstu launum á Íslandi er sorglegt, mjög sorglegt. Þessar frábæru konur sem vinna sem leiðbeinendur á leikskólanum eru margar búnar að gera það í mörg mörg ár. Það er ekki vegna þess að það sé auðvelt, eða bara yfir höfuð hægt að lifa af laununum. En þær velja þetta starf vegna þess að það er göfug og skemmtileg vinna að hugsa um börnin okkar af alúð og virðingu. Við skrifuðum nýlega undir nýjan kjarasamning og þar var einmitt að finna nýjungar eins og styttingu vinnuvikunnar. Frábær hugmynd, en þegar þetta má ekki kosta neitt fyrir bæinn né má skerða þjónustu við börnin, þá segir það sig sjálft að hlutirnir koma ekki heim og saman. Þetta endar í því að við þurfum að hlaupa hraðar og á endanum bitnar þetta á börnunum.Þó að vinnustaðurinn og vinnan á Kópasteini sé mér kær, þá þarf maður víst að geta lifað af laununum sínum. Maður kemst ekki langt á þakklætinu nefnilega. Ég sem einstæð, mjög sjálfstæð kona, móðir 9 ára gamals drengs, þarf víst að fæða og klæða þennan dreng og ég geri það ekki á þakklætinu. En ég þakka þér enn og aftur fyrir vel orðað bréf. Kveðja Auður Ósk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Kópavogur Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Bréf sent á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Sæll Ármann, Takk fyrir bréfið, það var fallegt. Auður Ósk Hallmundsdóttir heiti ég. Ég vinn á Leikskólanum Kópasteini og hef gert síðastliðin 7 ár sem leiðbeinandi á leikskóla. Ég tók að mér deildarstjórn á deild fyrir börn 2-3 ára fyrir nokkrum árum. Vinnan mín er bæði skemmtileg og innihaldsrík. Leikskólinn er ekki bara vinnustaður heldur staður þar sem mér líður vel og ég er umkringd fólki sem sýnir börnum og öðru starfsfólki bæði kærleik og hlýju. Á sama tíma og þú sendir þetta fallega þakkarbréf til okkar sá ég grein í fjölmiðli sem sýndi hæstu og lægstu laun á Ísland. Þar kemur einmitt fram að áberandi lægstu launin eru fyrir störf í barnagæslu með um 398 þúsund á mánuði. Það er jafnframt lægst launaða starfsstétt landsins. Sem leiðbeinandi á leikskóla vitandi alla þá ábyrgð og miklu vinnu sem felst í því að vinna þessa vinnu og vera á lægstu launum á Íslandi er sorglegt, mjög sorglegt. Þessar frábæru konur sem vinna sem leiðbeinendur á leikskólanum eru margar búnar að gera það í mörg mörg ár. Það er ekki vegna þess að það sé auðvelt, eða bara yfir höfuð hægt að lifa af laununum. En þær velja þetta starf vegna þess að það er göfug og skemmtileg vinna að hugsa um börnin okkar af alúð og virðingu. Við skrifuðum nýlega undir nýjan kjarasamning og þar var einmitt að finna nýjungar eins og styttingu vinnuvikunnar. Frábær hugmynd, en þegar þetta má ekki kosta neitt fyrir bæinn né má skerða þjónustu við börnin, þá segir það sig sjálft að hlutirnir koma ekki heim og saman. Þetta endar í því að við þurfum að hlaupa hraðar og á endanum bitnar þetta á börnunum.Þó að vinnustaðurinn og vinnan á Kópasteini sé mér kær, þá þarf maður víst að geta lifað af laununum sínum. Maður kemst ekki langt á þakklætinu nefnilega. Ég sem einstæð, mjög sjálfstæð kona, móðir 9 ára gamals drengs, þarf víst að fæða og klæða þennan dreng og ég geri það ekki á þakklætinu. En ég þakka þér enn og aftur fyrir vel orðað bréf. Kveðja Auður Ósk.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun