Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 08:31 Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður fjölmenningarráðs. Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira