Tiger Woods ætlar að spila með ellefu ára syni sínum á golfmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 10:00 Feðgarnir Tiger Woods og Charlie Axel Woods fylgjast með Rafael Nadal spila á Opna bandsríska tennismótinu árið 2019. Getty/Gotham/ Mastersmótið í golfi var ekki síðasta golfmót ársins hjá bandaríska kylfingnum Tiger Woods því það er eitt mjög sérstakt mót eftir hjá kappanum á árinu 2020. PNC Championship gaf það út í gær að Tiger Woods yrði meðal keppenda á mótinu en stærsta fréttin er án vafa hver spilar með honum á þessu sérstaka móti. Tiger mun nefnilega spila með ellefu ára syni sínum Charlie í mótinu. Á þessu móti hafa risamótsmeistarar spilað með börnum sínum frá árinu 1995. Tiger Woods to play alongside 11-year-old son Charlie at Florida tournament https://t.co/ARbFroQVxp #tigerwoods— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2020 „Ég get ekki sat ykkur hvað ég er spenntur fyrir að spila með Charlie á okkar fyrsta opinbera golfmóti saman. Það hefur verið frábært að fylgjast með honum bæta sig sem ungur golfari og það verður ótrúlega gaman að spila saman í liði á PNC Championship,“ sagði Tiger Woods. PNC Championship golfmótið fer fram 19. til 20. desember í Orlando á Flórída. Tiger Woods hefur fylgst vel með stráknum sínum og hefur meðal annars verið kylfusveinn hjá honum á nokkrum unglingamótum. Mjúk sveifla Charlie vakti athygli hjá golfáhugafólki fyrr á þessu ári. Woods náði ekki að verja titil sinn á Mastersmótinu en hann bauð samt upp á sýningu á lokahringnum. Fyrst spilaði hann tólftu á tíu höggum og eftir það fékk hann fimm fugla á síðustu sex holunum. Alls munu tuttugu lið, eins og það hjá með Tiger og Charlie, spila á mótinu. John Daly, Greg Norman, Nick Price, Lee Trevino og Gary Player verða allir með. Justin Thomas mun spila með föður sínum Mike Thomas og Annika Sorenstam spilar lika með föður sínum. Hér fyrir neðan eru þeir sem eru staðfestir á mótinu í ár: Mark Calcavecchia og sonur John Daly og sonur David Duval og sonur Jim Furyk og sonur Padraig Harrington og sonur Lee Janzen og sonur Tom Kite og sonur Matt Kuchar og sonur Bernhard Langer og sonur Tom Lehman og sonur Greg Norman og sonur Mark O’Meara og sonur Gary Player og barnabarn Nick Pric og sonur Vijay Singh og sonur Annika Sorenstam og faðir hennar Justin Thomas og faðir hans Lee Trevino og sonur Tiger Woods og sonur Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Mastersmótið í golfi var ekki síðasta golfmót ársins hjá bandaríska kylfingnum Tiger Woods því það er eitt mjög sérstakt mót eftir hjá kappanum á árinu 2020. PNC Championship gaf það út í gær að Tiger Woods yrði meðal keppenda á mótinu en stærsta fréttin er án vafa hver spilar með honum á þessu sérstaka móti. Tiger mun nefnilega spila með ellefu ára syni sínum Charlie í mótinu. Á þessu móti hafa risamótsmeistarar spilað með börnum sínum frá árinu 1995. Tiger Woods to play alongside 11-year-old son Charlie at Florida tournament https://t.co/ARbFroQVxp #tigerwoods— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2020 „Ég get ekki sat ykkur hvað ég er spenntur fyrir að spila með Charlie á okkar fyrsta opinbera golfmóti saman. Það hefur verið frábært að fylgjast með honum bæta sig sem ungur golfari og það verður ótrúlega gaman að spila saman í liði á PNC Championship,“ sagði Tiger Woods. PNC Championship golfmótið fer fram 19. til 20. desember í Orlando á Flórída. Tiger Woods hefur fylgst vel með stráknum sínum og hefur meðal annars verið kylfusveinn hjá honum á nokkrum unglingamótum. Mjúk sveifla Charlie vakti athygli hjá golfáhugafólki fyrr á þessu ári. Woods náði ekki að verja titil sinn á Mastersmótinu en hann bauð samt upp á sýningu á lokahringnum. Fyrst spilaði hann tólftu á tíu höggum og eftir það fékk hann fimm fugla á síðustu sex holunum. Alls munu tuttugu lið, eins og það hjá með Tiger og Charlie, spila á mótinu. John Daly, Greg Norman, Nick Price, Lee Trevino og Gary Player verða allir með. Justin Thomas mun spila með föður sínum Mike Thomas og Annika Sorenstam spilar lika með föður sínum. Hér fyrir neðan eru þeir sem eru staðfestir á mótinu í ár: Mark Calcavecchia og sonur John Daly og sonur David Duval og sonur Jim Furyk og sonur Padraig Harrington og sonur Lee Janzen og sonur Tom Kite og sonur Matt Kuchar og sonur Bernhard Langer og sonur Tom Lehman og sonur Greg Norman og sonur Mark O’Meara og sonur Gary Player og barnabarn Nick Pric og sonur Vijay Singh og sonur Annika Sorenstam og faðir hennar Justin Thomas og faðir hans Lee Trevino og sonur Tiger Woods og sonur Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Hér fyrir neðan eru þeir sem eru staðfestir á mótinu í ár: Mark Calcavecchia og sonur John Daly og sonur David Duval og sonur Jim Furyk og sonur Padraig Harrington og sonur Lee Janzen og sonur Tom Kite og sonur Matt Kuchar og sonur Bernhard Langer og sonur Tom Lehman og sonur Greg Norman og sonur Mark O’Meara og sonur Gary Player og barnabarn Nick Pric og sonur Vijay Singh og sonur Annika Sorenstam og faðir hennar Justin Thomas og faðir hans Lee Trevino og sonur Tiger Woods og sonur
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira