Haraldur Franklín númer 666 á heimslistanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 16:01 Haraldur Franklín Magnús keppir á Áskorendamótaröðinni. getty/David Cannon Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira