Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:01 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01