Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:01 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01