Lukaku afgreiddi Dani og Belgar í úrslitakeppnina 18. nóvember 2020 21:36 Lukaku fagnar öðru marki sínu í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Belgia vann 4-2 sigur á Dönum í riðli okkar Íslendinga í kvöld í A-deild Þjóðadeildarinnar. Með sigrinum tryggðu Belgarnir sér toppsætið í riðlinum. Youri Telemans kom Belgum yfir strax á þriðju mínútu en Jonas Wind jafnaði metin á 18. mínútu í sínum fyrsta alvöru byrjunarliðsleik fyrir Danmörk. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Danirnir voru ívið betri aðilinn fram af hálfleik. Martin Braithwaite fékk til að mynda gott færi en Thibaut Courtois sá við honum. Romelu Lukaku is now three goals away from reaching 60 goals for the Belgian national team.No other player has even reached 40. pic.twitter.com/KrfRTvKfBf— Squawka Football (@Squawka) November 18, 2020 Romelu Lukaku kom Belgum aftur yfir á 57. mínútu eftir snögga aukaspyrnu og hann kom þeim í enn betri stöðu á 69. mínútu er hann skoraði þriðja mark Belga. Sjálfsmark Thibaut Courtois hleypti Dönunum inn í leikinn á ný á 86. mínútu en Kevin De Bruyne slökkti í vonum Dana mínútu síðar. Lokatölur 4-2. Belgar vinna því riðilinn og fara í úrslitakeppnina á næsta ári en Danirnir sitja eftir með sárt ennið. Þjóðadeild UEFA
Belgia vann 4-2 sigur á Dönum í riðli okkar Íslendinga í kvöld í A-deild Þjóðadeildarinnar. Með sigrinum tryggðu Belgarnir sér toppsætið í riðlinum. Youri Telemans kom Belgum yfir strax á þriðju mínútu en Jonas Wind jafnaði metin á 18. mínútu í sínum fyrsta alvöru byrjunarliðsleik fyrir Danmörk. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Danirnir voru ívið betri aðilinn fram af hálfleik. Martin Braithwaite fékk til að mynda gott færi en Thibaut Courtois sá við honum. Romelu Lukaku is now three goals away from reaching 60 goals for the Belgian national team.No other player has even reached 40. pic.twitter.com/KrfRTvKfBf— Squawka Football (@Squawka) November 18, 2020 Romelu Lukaku kom Belgum aftur yfir á 57. mínútu eftir snögga aukaspyrnu og hann kom þeim í enn betri stöðu á 69. mínútu er hann skoraði þriðja mark Belga. Sjálfsmark Thibaut Courtois hleypti Dönunum inn í leikinn á ný á 86. mínútu en Kevin De Bruyne slökkti í vonum Dana mínútu síðar. Lokatölur 4-2. Belgar vinna því riðilinn og fara í úrslitakeppnina á næsta ári en Danirnir sitja eftir með sárt ennið.