Farsóttarþreyta og betri tíð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:30 Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun