Innlent

Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Staðan virðist almennt góð víðast hvar á landinu þegar kemur að þróun Covid-19 faraldursins. Náðst hefur utan um hópsmit þar sem þau hafa komið upp. Enn er þó mikið álag í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og Landspítali á hættustigi.

Von var á Norrænu til landsins í dag og gert ráð fyrir að 17 kæmu  í land.

58 eru inniliggjandi á Landspítala, þar af tveir á gjörgæslu. Einn er á gjörgæslu á sjúkrahúsinu á Akureyri. Um 300 manns eru í umsjá göngudeildar Covid-19 og ekki sér fyrir endann á innlögnum, samkvæmt skýrslunni.

Í undirbúningi er aflétting einangrunar á Sólvöllum á Eyrarbakka.

302 eru í einangrun og 563 í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×