Kíkja í snyrtitöskuna hjá þekktum Íslendingum í nýjum þáttum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 13:00 Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir stofnuðu saman HI beauty. Þær byrja á næstu dögum með nýja þætti hér á Vísi. Vísir/Vilhelm Á miðvikudag fara af stað þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi. Það eru förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir Sem mynda dúóið HI beauty. Í þáttunum hitta þær þekkta Íslendinga og tala um allt á milli himins og jarðar tengt förðun og snyrtivörum. „Ég hef í rauninni alltaf haft áhuga á förðun en áhuginn kom að alvöru fyrsta árið mitt í menntaskóla. Þá fór ég að horfa á myndbönd með Lisu Eldridge og fikra mig áfram með förðunartækni að alvöru,“ segir Ingunn um það hvernig þetta ævintýri byrjaði hjá henni. Heiður var kominn með áhugann strax um fermingaraldur. „Mér fannst æðislegt að gramsa og stelast í förðunardótið hjá mömmu en neitaði síðan harðlega sök þegar hún spurði um það. Það var síðan ekki fyrr en í menntaskóla sem að áhuginn jókst og átti hann hug minn allan í kringum tvítugt. Á síðustu árum hefur förðunaráhuginn farið úr því að farða sjálfan mig yfir í að hjálpa öðrum að farða sig og veita öðrum fróðleik um snyrtivörur og heiminn í kringum þær.“ Traustið mikilvægt Heiður hafði frestað því í mörg ár að læra förðun en útskrifaðist svo sem förðunarfræðingur árið 2017 eftir að hún lauk B.S. gráðu í viðskiptafræði. Ingunn útskrifaðist frá Mood Makeup School árið 2014 en er einnig lærður viðskiptafræðingur líkt og Heiður. „Við höfum verið vinkonur í yfir 10 ár og ein besta ákvörðunin okkar var að byrja vinna saman. Besti partner í heimi,“ segir Ingunn en þær kynntust í gegnum sameiginlega vinkonu. „Án þess að hafa almennilega tekið eftir því fyrr en í seinni tíð þá höfum við farið sömu leið í lífinu og haft nákvæmlega sama ofuráhugan á öllu snyrtitengdu,“ segir Heiður. Heiður ÓskMynd úr einkasafni HI beauty nafnið er komið frá upphafsstöfum þeirra beggja og varð nafnið fyrir valinu þegar þær ákváðu að sameina krafta sína. Það samstarf hefur svo undið upp á sig og eru þær nú á meðal eiganda í förðunarskólanum Reykjavík Makeup School ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum saman. „Samstarfið hefur gengið eins og í sögu. Við erum mjög ólíkar og með sitthvora styrkleika en höfum gríðarlegan metnað og áhuga fyrir öllu sem við gerum. Við stefnum langt og vitum báðar hver markmið okkar eru og leggjum því mikla vinnu í að ná þeim. Ég gæti ekki hafa valið mér betri samstarfskonu en hana Ingunni mína,“ segir Heiður og Ingunn tekur undir. „Samstarfið hefur gengið eins og dans á rósum. Við vinnum ótrúlega vel saman, skiljum hvor aðra og bökkum hvor aðra upp. Traust er mikilvægt fyrir okkur og á það stóran part í samstarfinu okkar.“ Skemmtilegir og fræðandi þættir Þær starfa nú báðar sem förðunarfræðingar ásamt því að vera eigendur HI beauty, Reykjavík Makeup School og Beautyblender á Íslandi. Þær starfa við daglegan rekstur skólans, kennslu, samfélagsmiðla og vinna auk þess að þáttagerð. „Við sitjum við borð og við erum að skoða snyrtivörur. Einfaldleikinn er alltaf bestur er það ekki,“ segir Ingunn um ástæðu þess að þær völdu að kalla þættina Snyrtiborðið með HI beauty. „Þættirnir fara fram við hringborð, hugmyndina fengum við frá Red Table Talk en okkur fannst skemmtilegt að sitja við hringborð þar sem viðmælendur gætu sýnt frá sýnum uppáhalds snyrtivörum,“ segir Heiður. Þær eru nú þegar með námskeið og vinsæla Instagram síðu undir nafninu HI beauty og eru einnig með hlaðvarpið HI beauty podcast. Þær segja að í þessum nýju þáttum verði fjallað um allt á milli himins á jarðar. „En fókusinn er á hvaða snyrtivörur hver gestur er að nota og hvernig. Við fáum að skoða uppáhalds vörur þegar kemur að húðumhirðu, förðun, hári og grooming,“ segir Ingunn. „Aðalefni þáttarins eru frábæru viðmælendurnir okkar en þeir voru ótrúlega opnir og sögðu okkur skemmtilegar sögur af sjálfum sér og sýndu okkur síðan auðvitað sínar uppáhalds snyrtivörur,“ segir Heiður. „Snyrtiborðið með HI beauty verða skemmtilegir og fræðandi þættir fyrir alla sem hafa áhuga á snyrtivörum og rúmlega það.“ Þær Ingunn og Heiður hafa verið vinkonur í meira en tíu ár og hafa báðar valið sömu leið í lífinu, viðskiptafræði og förðun.HI beauty Einlægur áhugi Ingunn segir að þættirnir muni veita áhorfendum innsýn í snyrtitöskuna hjá nokkrum konum og körlum. „Við elskum að sjá hvað aðrir eru að nota og viljum deila því með áhorfendum. Það verða einnig mjög skemmtilegar óvæntar uppákomur sem við hlökkum til að sjá viðbrögðin við.“ Markmið þeirra var að setja þættina upp eins og venjulegt spjall á milli vina ásamt því að miðla fróðleik í leiðinni. Þættirnir eru teknir upp á setti sem þær Ingunn og Heiður settu upp í skólanum sínum, Reykjavík Makeup School. „Við erum með ótrúlega flott rými þar og gott studio þar sem við tökum upp þættina.“ Á meðal þeirra sem verða gestir í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty eru Svala Björgvins, Gógó Starr og Eva Laufey Kjaran. „Listi yfir óska-viðmælendur er langur en við höfum mjög mikinn áhuga á fólki yfir höfuð og einlægan áhuga á því hvaða snyrtivörur mismunandi fólk er að nota sem gegnir mismunandi störfum.“ Nota sjaldan maskara Í hlaðvarpinu sem þær halda úti fara þær yfir allt það helsta í förðun og snyrtivörum. Þar á meðal hafa þær tekið fyrir trendin sem náð hafa fótfestu á síðustu árum. „Ég elska að prófa nýja hluti og reyni eftir bestu getu að halda í við nýjustu trendin. Augabrúna trendin breytast ört og það má segja að ég hafi tekið yfirplokkunar-tímabilinu full alvarlega. Ég er meira að segja enn að gjalda fyrir það,“ segir Heiður um það trend sem hún sér eftir að hafa prófað. Ingunn SigMynd úr einkasafni „Ég verð nú að segja að ég sjái ekki eftir neinu trendi sem ég tók þátt í, en kannski það klikkaðasta sem ég gerði var að raka aðra hliðina á hárinu á mér. Elskaði það en það var mjög erfitt tímabil þegar ég var að safna því aftur,“ segir Ingunn og hlær. Þær eiga það báðar sameiginlegt að nota ekki mikið maskara. Heiður leggur mikla áherslu á húðina þegar hún farðar sjálfa sig dags daglega. „Ég er oftast með fallega húð með aðeins meira en dassi af bronzer, fluffy augabrúnir, kinnalit, freknur og augnhár. Ég fýla ekki maskara en þá daga sem ég nenni ekki að setja á mig augnhár sleppi ég bara augunum, set aldrei á mig maskara nema þegar ég er með augnhár.“ Ingunn segir að hún sé sjálf yfirleitt förðuð mjög látlaust en sleppi aldrei hyljara, enda gæti hún ekki lifað án hans. „Dagsdaglega set ég á mig hyljara, léttan farða og sólarpúður. Þessa dagana hef ég verið dugleg að gera augabrúnirnar mínar en oftar en ekki nenni ég því ekki og ég sleppi nánast alltaf maskara dags daglega.“ Þær breyta þó oft til þegar þær taka upp kennslumyndbönd fyrir Instagram og ef þær eru að fara eitthvað sérstakt. „Þegar ég fer út og vil vera extra fín bæti ég aðeins í þekjuna á húðinni, set oftast á mig eyeliner með spíss og extra ljóma á kinnbeinin,“ segir Heiður. „Ég eyði alltaf mestum tíma í húðvinnu, skyggi andlitið og set mikinn ljóma. Ég nota alltaf maskara þegar ég fer eitthvað fínt og mitt „go to“ er flottur varalitur, hvort sem það er nude eða rauður. Annars set ég yfirleitt lítið á augun en ávallt ljósan augnblýant í neðri votlínu,“ segir Ingunn. Snyrtiborðið með HI beauty verður sýndur alla miðvikudaga hér á Vísi.Vísir Gloss í öllum vösum Þó að þær séu báðar mjög duglegar að prófa nýjar og spennandi vörur, eiga þær samt uppáhalds vöru sem þær eiga alltaf til og gætu ekki verið án nema í nokkra daga. Fyrir Heiði er það hyljari en hjá Ingunni er það Sensai Kanebo Bronzing Gel. „Ég get viðurkennt það að ég er háð þessari vöru, þetta var fyrsta snyrtivaran mín og ég á alltaf til lager heima.“ Þær hugsa einstaklega vel um varirnar á sér og eru báðar alltaf með varavörur í veskinu alla daga. „Ég er alltaf með gloss í öllum vösum, öllum hólfum í bílnum og öllum hólfum í öllum töskum. Þannig já ég er alltaf með gloss, síðan er ég oftast með púður, varablýant og Beautyblender með mér,“ segir Heiður. Í veskinu hjá Ingunni má alltaf finna Laneige Lip Sleeping Mask, varamaski sem hún notar sjálf sem varasalva. „Þessi er alltaf í töskunni, bílnum eða vasanum. Oftar en ekki er ég einnig með snyrtitöskuna bara eins og hún leggur sig, og það er alltof mikið í henni til að telja upp hér. Ég er alltaf undirbúin öllu.“ Mikilvægt að prófa sig áfram Uppáhalds varalitur Ingunnar í augnablikinu er YSL rouge pur couture the slim matte lipstick í litunum Corail Antinomique og Fuchsia Excentrique. Heiður er nýbúin að uppgötva litinn Backtalk frá Urban Decay sem er strax kominn í uppáhald. „Hann er ekki of ljós, ekki of dökkur, bleikur með fjólutón í honum. Algjört bjútí og er ég búin að nota hann óspart síðastliðnar vikur.“ HI beauty er vinsæl Instagram síða hjá þeim Íslendingum sem hafa áhuga á öllu tengdu förðun, hári og snyrtivörum. Sjálfar fylgja þær Heiður og Ingunn mörgum erlendum snyrtifræðingum á Instagram fyrir innblástur eins og vivis_makeup, Patrick Ta, Ariel, Nicky Wolff, Pricilla Ono og Emma Chen. Ingunn segir að besta ráð sem hún gefi öðrum varðandi förðun og snyrtivörur sé að prófa sig áfram, þetta sé allt saman leikur. Heiður er sammála þessu. „Mitt besta ráð er að stúdera og kynnast andlitinu sínu og sjá hvað fer því vel. Ég hef oft sagt vinkonum mínum að finna út hver sé þeirra uppáhalds partur við andlitið sitt og leggja áherslu á að mastera það.“ Þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty fara í loftið hér á Vísi á miðvikudag. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Eftirminnileg förðunartrend frá 2000 til 2020 Í sjöunda þætti af HI beauty hlaðvarpinu töluðu þær Ingunn Sig og Heiður Ósk, eigendur Reykjavík Makeup School, um áberandi trend síðustu ár. Mörgum þeirra hafa þær sjálfar tekið þátt í. 8. nóvember 2020 13:00 Stjörnurnar sem eiga eigin snyrtivörumerki Fræga fólkið í Hollywood fer oft af stað í ný og spennandi ævintýri. Nokkuð margar stjörnur hafa valið þá leið að byrja með eigið snyrtivörufyrirtæki í stað þess að vera andlit annarra merkja. 31. október 2020 15:01 Förðunartrendin sem hafa slegið í gegn á TikTok TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok. 15. október 2020 07:01 Algengar fegurðarmýtur sem rugla fólk í rýminu Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fara þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir algengar fegurðarmýtur sem þær hafa heyrt í gegnum árin. Ingunn og Heiður Ósk hafa margra ára reynslu þegar kemur snyrtivörum, hári og förðun. 10. október 2020 14:01 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Á miðvikudag fara af stað þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi. Það eru förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir Sem mynda dúóið HI beauty. Í þáttunum hitta þær þekkta Íslendinga og tala um allt á milli himins og jarðar tengt förðun og snyrtivörum. „Ég hef í rauninni alltaf haft áhuga á förðun en áhuginn kom að alvöru fyrsta árið mitt í menntaskóla. Þá fór ég að horfa á myndbönd með Lisu Eldridge og fikra mig áfram með förðunartækni að alvöru,“ segir Ingunn um það hvernig þetta ævintýri byrjaði hjá henni. Heiður var kominn með áhugann strax um fermingaraldur. „Mér fannst æðislegt að gramsa og stelast í förðunardótið hjá mömmu en neitaði síðan harðlega sök þegar hún spurði um það. Það var síðan ekki fyrr en í menntaskóla sem að áhuginn jókst og átti hann hug minn allan í kringum tvítugt. Á síðustu árum hefur förðunaráhuginn farið úr því að farða sjálfan mig yfir í að hjálpa öðrum að farða sig og veita öðrum fróðleik um snyrtivörur og heiminn í kringum þær.“ Traustið mikilvægt Heiður hafði frestað því í mörg ár að læra förðun en útskrifaðist svo sem förðunarfræðingur árið 2017 eftir að hún lauk B.S. gráðu í viðskiptafræði. Ingunn útskrifaðist frá Mood Makeup School árið 2014 en er einnig lærður viðskiptafræðingur líkt og Heiður. „Við höfum verið vinkonur í yfir 10 ár og ein besta ákvörðunin okkar var að byrja vinna saman. Besti partner í heimi,“ segir Ingunn en þær kynntust í gegnum sameiginlega vinkonu. „Án þess að hafa almennilega tekið eftir því fyrr en í seinni tíð þá höfum við farið sömu leið í lífinu og haft nákvæmlega sama ofuráhugan á öllu snyrtitengdu,“ segir Heiður. Heiður ÓskMynd úr einkasafni HI beauty nafnið er komið frá upphafsstöfum þeirra beggja og varð nafnið fyrir valinu þegar þær ákváðu að sameina krafta sína. Það samstarf hefur svo undið upp á sig og eru þær nú á meðal eiganda í förðunarskólanum Reykjavík Makeup School ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum saman. „Samstarfið hefur gengið eins og í sögu. Við erum mjög ólíkar og með sitthvora styrkleika en höfum gríðarlegan metnað og áhuga fyrir öllu sem við gerum. Við stefnum langt og vitum báðar hver markmið okkar eru og leggjum því mikla vinnu í að ná þeim. Ég gæti ekki hafa valið mér betri samstarfskonu en hana Ingunni mína,“ segir Heiður og Ingunn tekur undir. „Samstarfið hefur gengið eins og dans á rósum. Við vinnum ótrúlega vel saman, skiljum hvor aðra og bökkum hvor aðra upp. Traust er mikilvægt fyrir okkur og á það stóran part í samstarfinu okkar.“ Skemmtilegir og fræðandi þættir Þær starfa nú báðar sem förðunarfræðingar ásamt því að vera eigendur HI beauty, Reykjavík Makeup School og Beautyblender á Íslandi. Þær starfa við daglegan rekstur skólans, kennslu, samfélagsmiðla og vinna auk þess að þáttagerð. „Við sitjum við borð og við erum að skoða snyrtivörur. Einfaldleikinn er alltaf bestur er það ekki,“ segir Ingunn um ástæðu þess að þær völdu að kalla þættina Snyrtiborðið með HI beauty. „Þættirnir fara fram við hringborð, hugmyndina fengum við frá Red Table Talk en okkur fannst skemmtilegt að sitja við hringborð þar sem viðmælendur gætu sýnt frá sýnum uppáhalds snyrtivörum,“ segir Heiður. Þær eru nú þegar með námskeið og vinsæla Instagram síðu undir nafninu HI beauty og eru einnig með hlaðvarpið HI beauty podcast. Þær segja að í þessum nýju þáttum verði fjallað um allt á milli himins á jarðar. „En fókusinn er á hvaða snyrtivörur hver gestur er að nota og hvernig. Við fáum að skoða uppáhalds vörur þegar kemur að húðumhirðu, förðun, hári og grooming,“ segir Ingunn. „Aðalefni þáttarins eru frábæru viðmælendurnir okkar en þeir voru ótrúlega opnir og sögðu okkur skemmtilegar sögur af sjálfum sér og sýndu okkur síðan auðvitað sínar uppáhalds snyrtivörur,“ segir Heiður. „Snyrtiborðið með HI beauty verða skemmtilegir og fræðandi þættir fyrir alla sem hafa áhuga á snyrtivörum og rúmlega það.“ Þær Ingunn og Heiður hafa verið vinkonur í meira en tíu ár og hafa báðar valið sömu leið í lífinu, viðskiptafræði og förðun.HI beauty Einlægur áhugi Ingunn segir að þættirnir muni veita áhorfendum innsýn í snyrtitöskuna hjá nokkrum konum og körlum. „Við elskum að sjá hvað aðrir eru að nota og viljum deila því með áhorfendum. Það verða einnig mjög skemmtilegar óvæntar uppákomur sem við hlökkum til að sjá viðbrögðin við.“ Markmið þeirra var að setja þættina upp eins og venjulegt spjall á milli vina ásamt því að miðla fróðleik í leiðinni. Þættirnir eru teknir upp á setti sem þær Ingunn og Heiður settu upp í skólanum sínum, Reykjavík Makeup School. „Við erum með ótrúlega flott rými þar og gott studio þar sem við tökum upp þættina.“ Á meðal þeirra sem verða gestir í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty eru Svala Björgvins, Gógó Starr og Eva Laufey Kjaran. „Listi yfir óska-viðmælendur er langur en við höfum mjög mikinn áhuga á fólki yfir höfuð og einlægan áhuga á því hvaða snyrtivörur mismunandi fólk er að nota sem gegnir mismunandi störfum.“ Nota sjaldan maskara Í hlaðvarpinu sem þær halda úti fara þær yfir allt það helsta í förðun og snyrtivörum. Þar á meðal hafa þær tekið fyrir trendin sem náð hafa fótfestu á síðustu árum. „Ég elska að prófa nýja hluti og reyni eftir bestu getu að halda í við nýjustu trendin. Augabrúna trendin breytast ört og það má segja að ég hafi tekið yfirplokkunar-tímabilinu full alvarlega. Ég er meira að segja enn að gjalda fyrir það,“ segir Heiður um það trend sem hún sér eftir að hafa prófað. Ingunn SigMynd úr einkasafni „Ég verð nú að segja að ég sjái ekki eftir neinu trendi sem ég tók þátt í, en kannski það klikkaðasta sem ég gerði var að raka aðra hliðina á hárinu á mér. Elskaði það en það var mjög erfitt tímabil þegar ég var að safna því aftur,“ segir Ingunn og hlær. Þær eiga það báðar sameiginlegt að nota ekki mikið maskara. Heiður leggur mikla áherslu á húðina þegar hún farðar sjálfa sig dags daglega. „Ég er oftast með fallega húð með aðeins meira en dassi af bronzer, fluffy augabrúnir, kinnalit, freknur og augnhár. Ég fýla ekki maskara en þá daga sem ég nenni ekki að setja á mig augnhár sleppi ég bara augunum, set aldrei á mig maskara nema þegar ég er með augnhár.“ Ingunn segir að hún sé sjálf yfirleitt förðuð mjög látlaust en sleppi aldrei hyljara, enda gæti hún ekki lifað án hans. „Dagsdaglega set ég á mig hyljara, léttan farða og sólarpúður. Þessa dagana hef ég verið dugleg að gera augabrúnirnar mínar en oftar en ekki nenni ég því ekki og ég sleppi nánast alltaf maskara dags daglega.“ Þær breyta þó oft til þegar þær taka upp kennslumyndbönd fyrir Instagram og ef þær eru að fara eitthvað sérstakt. „Þegar ég fer út og vil vera extra fín bæti ég aðeins í þekjuna á húðinni, set oftast á mig eyeliner með spíss og extra ljóma á kinnbeinin,“ segir Heiður. „Ég eyði alltaf mestum tíma í húðvinnu, skyggi andlitið og set mikinn ljóma. Ég nota alltaf maskara þegar ég fer eitthvað fínt og mitt „go to“ er flottur varalitur, hvort sem það er nude eða rauður. Annars set ég yfirleitt lítið á augun en ávallt ljósan augnblýant í neðri votlínu,“ segir Ingunn. Snyrtiborðið með HI beauty verður sýndur alla miðvikudaga hér á Vísi.Vísir Gloss í öllum vösum Þó að þær séu báðar mjög duglegar að prófa nýjar og spennandi vörur, eiga þær samt uppáhalds vöru sem þær eiga alltaf til og gætu ekki verið án nema í nokkra daga. Fyrir Heiði er það hyljari en hjá Ingunni er það Sensai Kanebo Bronzing Gel. „Ég get viðurkennt það að ég er háð þessari vöru, þetta var fyrsta snyrtivaran mín og ég á alltaf til lager heima.“ Þær hugsa einstaklega vel um varirnar á sér og eru báðar alltaf með varavörur í veskinu alla daga. „Ég er alltaf með gloss í öllum vösum, öllum hólfum í bílnum og öllum hólfum í öllum töskum. Þannig já ég er alltaf með gloss, síðan er ég oftast með púður, varablýant og Beautyblender með mér,“ segir Heiður. Í veskinu hjá Ingunni má alltaf finna Laneige Lip Sleeping Mask, varamaski sem hún notar sjálf sem varasalva. „Þessi er alltaf í töskunni, bílnum eða vasanum. Oftar en ekki er ég einnig með snyrtitöskuna bara eins og hún leggur sig, og það er alltof mikið í henni til að telja upp hér. Ég er alltaf undirbúin öllu.“ Mikilvægt að prófa sig áfram Uppáhalds varalitur Ingunnar í augnablikinu er YSL rouge pur couture the slim matte lipstick í litunum Corail Antinomique og Fuchsia Excentrique. Heiður er nýbúin að uppgötva litinn Backtalk frá Urban Decay sem er strax kominn í uppáhald. „Hann er ekki of ljós, ekki of dökkur, bleikur með fjólutón í honum. Algjört bjútí og er ég búin að nota hann óspart síðastliðnar vikur.“ HI beauty er vinsæl Instagram síða hjá þeim Íslendingum sem hafa áhuga á öllu tengdu förðun, hári og snyrtivörum. Sjálfar fylgja þær Heiður og Ingunn mörgum erlendum snyrtifræðingum á Instagram fyrir innblástur eins og vivis_makeup, Patrick Ta, Ariel, Nicky Wolff, Pricilla Ono og Emma Chen. Ingunn segir að besta ráð sem hún gefi öðrum varðandi förðun og snyrtivörur sé að prófa sig áfram, þetta sé allt saman leikur. Heiður er sammála þessu. „Mitt besta ráð er að stúdera og kynnast andlitinu sínu og sjá hvað fer því vel. Ég hef oft sagt vinkonum mínum að finna út hver sé þeirra uppáhalds partur við andlitið sitt og leggja áherslu á að mastera það.“ Þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty fara í loftið hér á Vísi á miðvikudag.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Eftirminnileg förðunartrend frá 2000 til 2020 Í sjöunda þætti af HI beauty hlaðvarpinu töluðu þær Ingunn Sig og Heiður Ósk, eigendur Reykjavík Makeup School, um áberandi trend síðustu ár. Mörgum þeirra hafa þær sjálfar tekið þátt í. 8. nóvember 2020 13:00 Stjörnurnar sem eiga eigin snyrtivörumerki Fræga fólkið í Hollywood fer oft af stað í ný og spennandi ævintýri. Nokkuð margar stjörnur hafa valið þá leið að byrja með eigið snyrtivörufyrirtæki í stað þess að vera andlit annarra merkja. 31. október 2020 15:01 Förðunartrendin sem hafa slegið í gegn á TikTok TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok. 15. október 2020 07:01 Algengar fegurðarmýtur sem rugla fólk í rýminu Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fara þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir algengar fegurðarmýtur sem þær hafa heyrt í gegnum árin. Ingunn og Heiður Ósk hafa margra ára reynslu þegar kemur snyrtivörum, hári og förðun. 10. október 2020 14:01 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Eftirminnileg förðunartrend frá 2000 til 2020 Í sjöunda þætti af HI beauty hlaðvarpinu töluðu þær Ingunn Sig og Heiður Ósk, eigendur Reykjavík Makeup School, um áberandi trend síðustu ár. Mörgum þeirra hafa þær sjálfar tekið þátt í. 8. nóvember 2020 13:00
Stjörnurnar sem eiga eigin snyrtivörumerki Fræga fólkið í Hollywood fer oft af stað í ný og spennandi ævintýri. Nokkuð margar stjörnur hafa valið þá leið að byrja með eigið snyrtivörufyrirtæki í stað þess að vera andlit annarra merkja. 31. október 2020 15:01
Förðunartrendin sem hafa slegið í gegn á TikTok TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok. 15. október 2020 07:01
Algengar fegurðarmýtur sem rugla fólk í rýminu Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fara þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir algengar fegurðarmýtur sem þær hafa heyrt í gegnum árin. Ingunn og Heiður Ósk hafa margra ára reynslu þegar kemur snyrtivörum, hári og förðun. 10. október 2020 14:01