Loka stórum hluta Kastrup-flugvallar Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 08:20 24 brottfararhliðum verður lokað frá og með 25. nóvember. Getty Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag. Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag.
Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira