Harden hafnaði 6,8 milljörðum á ári og vill komast til Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 11:30 James Harden vill komast í burtu frá Houston Rockets. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Framtíð körfuboltamannsins James Harden hjá Houston Rockets er í uppnámi ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. James Harden ætlar ekki að framlengja samning sinn við Houston Rockets þrátt fyrir að það séu miklir peningar í boði fyrir hann. ESPN hefur heimildir fyrir því að Harden hafi hafnað því að framlengja samning sinn við Houston Rockets sem hefði þýtt að hann hefði orðið fyrsti leikmaðurinn til að fá 50 milljónir dollara á ári í laun eða meira 6,8 milljarða íslenskra króna. James Harden turns down Rockets' $103 million extension, urging trade to Nets https://t.co/Ny817RYif3— Houston Chronicle (@HoustonChron) November 17, 2020 Heimildarmenn ESPN segja að James Harden vilji losna frá Houston Rockets og þá komast til Brooklyn Nets. Harden á eftir þrjú ár af samningi sínum við Houston Rockets og á að fá 133 milljónir dollara fyrir þau. Houston Rockets er búið að bjóða honum 103 milljónir í viðbót fyrir tvö ár ofan á þessi þrjú ár. Harden virðist hins vegar ekki sjá framtíð sína hjá Houston Rockets og er að reyna að pressa á það að vera skipt til Brooklyn Nets. Sources: After turning down an extension offer to become the first $50M a year player in league history, James Harden s message to Houston is clear: Get me to Brooklyn. Rockets and Nets have been in contact, but there s been no meaningful dialogue. https://t.co/qwJOQOxz5U— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 17, 2020 James Harden hefur verið í sambandi við þá Kevin Durant og Kyrie Irving sem eru að fara að hefja sitt fyrsta tímabil saman hjá Brooklyn Nets. Það er ljóst að lið með Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden yrði líklegt til afreka í NBA-deildinni. Brooklyn Nets og Houston Rockets hafa rætt málin en ekkert hefur ennþá komið út úr því samkvæmt frétt ESPN. Houston Rockets vill auðvitað fá mikið fyrir sinn besta mann og félagið er líka í góðri stöðu og með tímann með sér í liði af því að James Harden á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en á því síðasta þá skoraði hann 34,3 stig í leik auk þess að gefa 7,5 stoðsendingar og taka 6,6 fráköst. Hann hefur skorað meira en 30 stig í leik á þessum þremur síðustu tímabilum NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Framtíð körfuboltamannsins James Harden hjá Houston Rockets er í uppnámi ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. James Harden ætlar ekki að framlengja samning sinn við Houston Rockets þrátt fyrir að það séu miklir peningar í boði fyrir hann. ESPN hefur heimildir fyrir því að Harden hafi hafnað því að framlengja samning sinn við Houston Rockets sem hefði þýtt að hann hefði orðið fyrsti leikmaðurinn til að fá 50 milljónir dollara á ári í laun eða meira 6,8 milljarða íslenskra króna. James Harden turns down Rockets' $103 million extension, urging trade to Nets https://t.co/Ny817RYif3— Houston Chronicle (@HoustonChron) November 17, 2020 Heimildarmenn ESPN segja að James Harden vilji losna frá Houston Rockets og þá komast til Brooklyn Nets. Harden á eftir þrjú ár af samningi sínum við Houston Rockets og á að fá 133 milljónir dollara fyrir þau. Houston Rockets er búið að bjóða honum 103 milljónir í viðbót fyrir tvö ár ofan á þessi þrjú ár. Harden virðist hins vegar ekki sjá framtíð sína hjá Houston Rockets og er að reyna að pressa á það að vera skipt til Brooklyn Nets. Sources: After turning down an extension offer to become the first $50M a year player in league history, James Harden s message to Houston is clear: Get me to Brooklyn. Rockets and Nets have been in contact, but there s been no meaningful dialogue. https://t.co/qwJOQOxz5U— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 17, 2020 James Harden hefur verið í sambandi við þá Kevin Durant og Kyrie Irving sem eru að fara að hefja sitt fyrsta tímabil saman hjá Brooklyn Nets. Það er ljóst að lið með Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden yrði líklegt til afreka í NBA-deildinni. Brooklyn Nets og Houston Rockets hafa rætt málin en ekkert hefur ennþá komið út úr því samkvæmt frétt ESPN. Houston Rockets vill auðvitað fá mikið fyrir sinn besta mann og félagið er líka í góðri stöðu og með tímann með sér í liði af því að James Harden á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en á því síðasta þá skoraði hann 34,3 stig í leik auk þess að gefa 7,5 stoðsendingar og taka 6,6 fráköst. Hann hefur skorað meira en 30 stig í leik á þessum þremur síðustu tímabilum
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira