Með nál á bólakaf í handlegg Daníel Þór Friðriksson skrifar 16. nóvember 2020 18:00 Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun