Sjáðu vandræði Tigers Woods á verstu holu hans á ferlinum: Tíu högg á par 3 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 15:32 Tiger Woods náði fimm fuglum á síðustu sex holunum eftir hörmungarnar á tólftu. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira