„Ótrúlega þakklát fyrir að geta lagt mitt af mörkum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 15:01 Hildur Marín ákvað snemma að hún vildi verða hjúkrunarfræðingur. Meðfram náminu vinnur hún nú sem nemi á Covid deild Landspítalans. Hildur Marín Hjúkrunarfræðineminn Hildur Marín Ævarsdóttir starfar á lungnadeild Landspítalans, sem nú hefur í annað skipti á árinu verið breytt í Covid deild. „Mig hefur langað að verða hjúkrunarfræðingur síðan ég var lítil stelpa. Það var margt sem hafði áhrif á þá ákvörðun, klára stjúpmamma mín sem er hjúkrunarfræðingur hafði mikil áhrif þar sem hún er ein af mínum fyrirmyndum í lífinu og einnig mín sjúkra- og spítalasaga síðan ég var lítil stelpa sem hafði áhrif. Ég hef verið mikið inn og út á spítala og má segja að spítalalyktin hafi heillað mig.“ Hildur greindist níu mánaða með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir það að verkum að hún er með of fáar blóðflögur. Hildur tók sjálf endanlega ákvörðun um að verða hjúkrunarfræðingur þegar hún var í níunda bekk í grunnskóla. „Ég rakst á árbók um daginn sem við nemendur gerðum í tíunda bekk og þá var einmitt framtíðarplan hjá mér að verða góður hjúkrunarfræðingur.“ Fyrirmyndir fyrir framtíðina Sem hluta af náminu starfar Hildur nú sem nemi á lungnadeildinni. „Ég er ennþá í námi í dag, er að verða hálfnuð með annað ár og finnst mér það ótrúlega skemmtilegt. Námið er auðvitað mjög krefjandi og erfitt líka en það er mikill fjölbreytileiki, mikið um verklega kennslu og bóklega kennslu líka sem mér finnst æðislegt og hentar mér vel. Núna er ég að vinna sem hjúkrunarfræðinemi og er ekki ennþá byrjuð að taka hjúkrunarvaktir. Ég fæ aftur á móti að kynnast hjúkrunarstarfinu og fæ að spreyta mig á allskonar hjúkrunartengdu sem ég hef verið að læra í verklegri kennslunni í skólanum. Mér finnst æðislegt að vinna sem hjúkrunarnemi og fá góða leiðsögn og fyrirmyndir fyrir framtíðina, sérstaklega þar sem það styttist í að ég geti sjálf tekið hjúkrunarvaktir.“ Hildur segir að hlífðarbúningurinn venjist seint. Núningssár á andlitið eru orðin eðlilegur hluti af starfinu núnaHildur Marín Fjölbreytileikinn er það sem Hildi finnst best við þetta starf. „Hjúkrunarfræði er mjög stórt og ábyrgðarmikið starf og er fjölbreytileikinn áberandi. Þetta allt heillar mig mikið, og á þetta eins við um hjúkrunarnemastarfið.“ Samheldnin á vinnustaðnum frábær Álagið er þó mjög mikið nú í þessari bylgju heimsfaraldursins, enda hefur Landspítalinn verið á hættustigi í margar vikur. „Mér finnst það enn í dag mjög óraunverulegt og skrítið, þó að þetta sé í annað skiptið sem við breytum deildinni í Covid deild. Það er mjög krefjandi og reynir mikið á andlega og líkamlegu hliðina en ég er ótrúlega þakklát að geta lagt mitt af mörkum og hjálpað til við að aðstoða fólkið sem liggur inni hjá okkur með Covid. Það reynir líka mikið á andlega að horfa upp á fólkið svona lasið og einangrað inn í lokuðu spítalaherbergi.“ Hún segir að vinnudagarnir séu mjög ólíkir vinnudögunum fyrir Covid. Nú eru ekki munnlegar skýrslur heldur les hver starfsmaður skýrslurnar í tölvu. Hildur segir að samheldnin hjá starfsfólkinu sé mikilHildur Marín „Núna á Covid tímum eru mun fleiri sjúkraliðar, hjúkrunarnemar og hjúkrunarfræðingar á vakt og því fleiri aukavaktir sem fólk er að taka til að ná að manna vaktir. En á vakt á þessum tímum er einn hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði saman í hverju teymi og með sömu sjúklinga, þeir hjálpast að og reyna að skiptast á að fara inn til sjúklings. Það er er haldið vel utan um teymið sitt og samstarfsfélaga og passað upp á félaga sinn, að félagi manns sé ekki of lengi inni hjá sjúklingum eða búinn að fara of oft inn til dæmis. Samheldnin á vinnustaðnum er svo frábær á þessum tímum og er ég svo stolt og þakklát að tilheyra þessari flottu lungnadeild, sérstaklega núna á þessum erfiðum tímum.“ Deildinni umturnað Hildur segir að það hafi vissulega verið lærdómsríkt að starfa á spítalanum við þessar krefjandi aðstæður. „Það sem mér finnst lang erfiðast við þetta er að horfa upp á veika fólkið sem er einangrað inn í herbergi. Ég gef mér oft góðan tíma og sest niður og spjalla við einstaklingana inn þar sem mikið af fólkinu þarf mikla nærveru og stuðning. Það ert ótrúlegt hvað svona litlir hlutir hafa mikil áhrif. Vinnuaðstæðurnar eru auðvitað frekar skrítnar og þetta er ekkert drauma vinnuumhverfi, að vera sveitt í lokuðum hlífðarbúnaði mest megnis af vinnudeginum. Einnig var lungnadeildinni umturnað og voru byggðar sérstaklega auka hurðar til að girða af herbergin svo maður geti klætt sig úr hlífðarfatnaðinum fyrir utan herbergin en samt áður en maður fer út á aðal ganginn. Núna erum við að nota svona barnapíutæki, eins konar talstöðvar sem sjúklingarnir tala í og við notum til að tala við þá.“ Hún segir að líðan starfsmanna sé misjöfn svo erfitt sé að svara fyrir alla. „En almennt séð eru allir orðnir vel þreyttir og búnir á því bæði andlega og líkamlega en þrátt fyrir það er ennþá alveg æðislegur vinnuandi og ekki stutt í brosið hjá öllum. Álagið núna er frekar mikið og er mun meira heldur en í fyrri bylgjunni á spítalanum. Það er meira af fólki sem þarfnast meiri aðstoðar og höfum við fengið fleiri innlagnir núna heldur en í fyrri bylgjunni.“ Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna heimsfaraldursins.Hildur Marín Sýnir nærveru og hlýju Hildur segir að hún muni sennilega aldrei venjast þessum Covid hlífðarbúning. „Maður þarf að passa að fara alveg 100 prósent rétt í hann og sömuleiðis þegar farið er úr honum og fylgir maður alltaf leiðbeiningum þrátt fyrir að hafa farið í og úr honum mörgum sinnum. Ég svitna ennþá mjög mikið í búningnum og þarf að skipta mjög reglulega um fatnað á vakt. Ég er líka komin með flott núningssár á nefið vegna grímunotkunar þar sem oft þarf maður að vera í góðan tíma inni hjá sjúklingum og er ég farin að nota gerviskinn á viðkvæmu svæðin í andlitinu.“ Hún segir að áhrifin á sig séu aðallega þreyta, enda í 100 prósent hjúkrunarnámi samhliða þessu og er einnig móðir. „Ég hef verið að taka nokkrar aukavaktir svo ég er farin að finna fyrir mun meiri þreytu en ég gerði. Ég myndi segja að mín helstu hlutverk á þessum tímum sé að hugsa vel um sjúklingana og sýna þeim nærveru og hlýju, passa upp á samstarfsfólkið mitt og passa upp á sjálfa mig, að nota hlífðarbúnaðinn rétt og passa vel upp á sóttvarnir til að forðast smit. Einnig passa upp á andlegu hliðina á þessum tímum. Það kom mér mest á óvart hvað þessi veira nær til allra aldurshópa, ekki bara fólks með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólks. Það kom mér líka á óvart hvað veiran getur verið slæm og haft mikil áhrif á fólk. Hildur Marín er ein af þeim fjölmörgu heilbrigðisstarfsmönnum sem standa erfiðar vaktir þessa dagana vegna faraldursins.Hildur Marín Að hennar mati tóku Íslendingar faraldurinn ekki nógu alvarlega til að byrja með. „En í dag er það allt öðruvísi og mér finnst frábært hvað margir eru að virða grímuskyldu og fjöldatakmarkanir og sýna hvort öðru virðingu og fólk er farið að átta sig á því hversu alvarlegt þetta er.“ Hildur segir að hún vildi óska þess að allir landsmenn myndu vita hvað þessi vera er lúmsk og erfið. Einnig hvað hún geti haft mikil áhrif á alla aldurs hópa, ekki bara eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Ég er ótrúlega stolt að tilheyra flottu lungnadeildinni á A6 og sérstaklega á Deildinni sem Hildur starfar á var breytt í sérstaka Covid deild.Hildur Marín þessum tímum. Samstaðan og samheldnin þar er frábær og allir standa vel saman. Deildin hefur tæklað hvert verkefni eftir öðru og heldur því áfram. Ég er einnig mjög þakklát að geta veitt veiku einstaklingum mína nærveru og hjálpað þeim á þessum erfiðu tímum.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Hjúkrunarfræðineminn Hildur Marín Ævarsdóttir starfar á lungnadeild Landspítalans, sem nú hefur í annað skipti á árinu verið breytt í Covid deild. „Mig hefur langað að verða hjúkrunarfræðingur síðan ég var lítil stelpa. Það var margt sem hafði áhrif á þá ákvörðun, klára stjúpmamma mín sem er hjúkrunarfræðingur hafði mikil áhrif þar sem hún er ein af mínum fyrirmyndum í lífinu og einnig mín sjúkra- og spítalasaga síðan ég var lítil stelpa sem hafði áhrif. Ég hef verið mikið inn og út á spítala og má segja að spítalalyktin hafi heillað mig.“ Hildur greindist níu mánaða með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir það að verkum að hún er með of fáar blóðflögur. Hildur tók sjálf endanlega ákvörðun um að verða hjúkrunarfræðingur þegar hún var í níunda bekk í grunnskóla. „Ég rakst á árbók um daginn sem við nemendur gerðum í tíunda bekk og þá var einmitt framtíðarplan hjá mér að verða góður hjúkrunarfræðingur.“ Fyrirmyndir fyrir framtíðina Sem hluta af náminu starfar Hildur nú sem nemi á lungnadeildinni. „Ég er ennþá í námi í dag, er að verða hálfnuð með annað ár og finnst mér það ótrúlega skemmtilegt. Námið er auðvitað mjög krefjandi og erfitt líka en það er mikill fjölbreytileiki, mikið um verklega kennslu og bóklega kennslu líka sem mér finnst æðislegt og hentar mér vel. Núna er ég að vinna sem hjúkrunarfræðinemi og er ekki ennþá byrjuð að taka hjúkrunarvaktir. Ég fæ aftur á móti að kynnast hjúkrunarstarfinu og fæ að spreyta mig á allskonar hjúkrunartengdu sem ég hef verið að læra í verklegri kennslunni í skólanum. Mér finnst æðislegt að vinna sem hjúkrunarnemi og fá góða leiðsögn og fyrirmyndir fyrir framtíðina, sérstaklega þar sem það styttist í að ég geti sjálf tekið hjúkrunarvaktir.“ Hildur segir að hlífðarbúningurinn venjist seint. Núningssár á andlitið eru orðin eðlilegur hluti af starfinu núnaHildur Marín Fjölbreytileikinn er það sem Hildi finnst best við þetta starf. „Hjúkrunarfræði er mjög stórt og ábyrgðarmikið starf og er fjölbreytileikinn áberandi. Þetta allt heillar mig mikið, og á þetta eins við um hjúkrunarnemastarfið.“ Samheldnin á vinnustaðnum frábær Álagið er þó mjög mikið nú í þessari bylgju heimsfaraldursins, enda hefur Landspítalinn verið á hættustigi í margar vikur. „Mér finnst það enn í dag mjög óraunverulegt og skrítið, þó að þetta sé í annað skiptið sem við breytum deildinni í Covid deild. Það er mjög krefjandi og reynir mikið á andlega og líkamlegu hliðina en ég er ótrúlega þakklát að geta lagt mitt af mörkum og hjálpað til við að aðstoða fólkið sem liggur inni hjá okkur með Covid. Það reynir líka mikið á andlega að horfa upp á fólkið svona lasið og einangrað inn í lokuðu spítalaherbergi.“ Hún segir að vinnudagarnir séu mjög ólíkir vinnudögunum fyrir Covid. Nú eru ekki munnlegar skýrslur heldur les hver starfsmaður skýrslurnar í tölvu. Hildur segir að samheldnin hjá starfsfólkinu sé mikilHildur Marín „Núna á Covid tímum eru mun fleiri sjúkraliðar, hjúkrunarnemar og hjúkrunarfræðingar á vakt og því fleiri aukavaktir sem fólk er að taka til að ná að manna vaktir. En á vakt á þessum tímum er einn hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði saman í hverju teymi og með sömu sjúklinga, þeir hjálpast að og reyna að skiptast á að fara inn til sjúklings. Það er er haldið vel utan um teymið sitt og samstarfsfélaga og passað upp á félaga sinn, að félagi manns sé ekki of lengi inni hjá sjúklingum eða búinn að fara of oft inn til dæmis. Samheldnin á vinnustaðnum er svo frábær á þessum tímum og er ég svo stolt og þakklát að tilheyra þessari flottu lungnadeild, sérstaklega núna á þessum erfiðum tímum.“ Deildinni umturnað Hildur segir að það hafi vissulega verið lærdómsríkt að starfa á spítalanum við þessar krefjandi aðstæður. „Það sem mér finnst lang erfiðast við þetta er að horfa upp á veika fólkið sem er einangrað inn í herbergi. Ég gef mér oft góðan tíma og sest niður og spjalla við einstaklingana inn þar sem mikið af fólkinu þarf mikla nærveru og stuðning. Það ert ótrúlegt hvað svona litlir hlutir hafa mikil áhrif. Vinnuaðstæðurnar eru auðvitað frekar skrítnar og þetta er ekkert drauma vinnuumhverfi, að vera sveitt í lokuðum hlífðarbúnaði mest megnis af vinnudeginum. Einnig var lungnadeildinni umturnað og voru byggðar sérstaklega auka hurðar til að girða af herbergin svo maður geti klætt sig úr hlífðarfatnaðinum fyrir utan herbergin en samt áður en maður fer út á aðal ganginn. Núna erum við að nota svona barnapíutæki, eins konar talstöðvar sem sjúklingarnir tala í og við notum til að tala við þá.“ Hún segir að líðan starfsmanna sé misjöfn svo erfitt sé að svara fyrir alla. „En almennt séð eru allir orðnir vel þreyttir og búnir á því bæði andlega og líkamlega en þrátt fyrir það er ennþá alveg æðislegur vinnuandi og ekki stutt í brosið hjá öllum. Álagið núna er frekar mikið og er mun meira heldur en í fyrri bylgjunni á spítalanum. Það er meira af fólki sem þarfnast meiri aðstoðar og höfum við fengið fleiri innlagnir núna heldur en í fyrri bylgjunni.“ Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna heimsfaraldursins.Hildur Marín Sýnir nærveru og hlýju Hildur segir að hún muni sennilega aldrei venjast þessum Covid hlífðarbúning. „Maður þarf að passa að fara alveg 100 prósent rétt í hann og sömuleiðis þegar farið er úr honum og fylgir maður alltaf leiðbeiningum þrátt fyrir að hafa farið í og úr honum mörgum sinnum. Ég svitna ennþá mjög mikið í búningnum og þarf að skipta mjög reglulega um fatnað á vakt. Ég er líka komin með flott núningssár á nefið vegna grímunotkunar þar sem oft þarf maður að vera í góðan tíma inni hjá sjúklingum og er ég farin að nota gerviskinn á viðkvæmu svæðin í andlitinu.“ Hún segir að áhrifin á sig séu aðallega þreyta, enda í 100 prósent hjúkrunarnámi samhliða þessu og er einnig móðir. „Ég hef verið að taka nokkrar aukavaktir svo ég er farin að finna fyrir mun meiri þreytu en ég gerði. Ég myndi segja að mín helstu hlutverk á þessum tímum sé að hugsa vel um sjúklingana og sýna þeim nærveru og hlýju, passa upp á samstarfsfólkið mitt og passa upp á sjálfa mig, að nota hlífðarbúnaðinn rétt og passa vel upp á sóttvarnir til að forðast smit. Einnig passa upp á andlegu hliðina á þessum tímum. Það kom mér mest á óvart hvað þessi veira nær til allra aldurshópa, ekki bara fólks með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólks. Það kom mér líka á óvart hvað veiran getur verið slæm og haft mikil áhrif á fólk. Hildur Marín er ein af þeim fjölmörgu heilbrigðisstarfsmönnum sem standa erfiðar vaktir þessa dagana vegna faraldursins.Hildur Marín Að hennar mati tóku Íslendingar faraldurinn ekki nógu alvarlega til að byrja með. „En í dag er það allt öðruvísi og mér finnst frábært hvað margir eru að virða grímuskyldu og fjöldatakmarkanir og sýna hvort öðru virðingu og fólk er farið að átta sig á því hversu alvarlegt þetta er.“ Hildur segir að hún vildi óska þess að allir landsmenn myndu vita hvað þessi vera er lúmsk og erfið. Einnig hvað hún geti haft mikil áhrif á alla aldurs hópa, ekki bara eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Ég er ótrúlega stolt að tilheyra flottu lungnadeildinni á A6 og sérstaklega á Deildinni sem Hildur starfar á var breytt í sérstaka Covid deild.Hildur Marín þessum tímum. Samstaðan og samheldnin þar er frábær og allir standa vel saman. Deildin hefur tæklað hvert verkefni eftir öðru og heldur því áfram. Ég er einnig mjög þakklát að geta veitt veiku einstaklingum mína nærveru og hjálpað þeim á þessum erfiðu tímum.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira