Lífið

Aldrei séð Ara Eldjárn og Sóla grínast jafn lítið

Tinni Sveinsson skrifar
Þróttur og KR mætast í Kviss á morgun. Sólrún Diego, Sólmundur Hólm, Björn Bragi, Ari Eldjárn og Hrefna Sætran.
Þróttur og KR mætast í Kviss á morgun. Sólrún Diego, Sólmundur Hólm, Björn Bragi, Ari Eldjárn og Hrefna Sætran.

Átta liða úrslit þáttanna Kviss halda áfram annað kvöld á Stöð 2 þegar Þróttur og KR mætast.

Sólrún Diego og Sólmundur Hólm keppa fyrir hönd Þróttar og Ari Eldjárn og Hrefna Sætran fyrir hönd KR.

„Ég hef þekkt Ara og Sóla lengi og séð þá skemmta fólki svona þúsund sinnum en ég hef aldrei séð þá grínast svona lítið,“ segir umsjónarmaður þáttanna, Björn Bragi Arnarsson. „Þeir eru báðir með mikið keppnisskap og hafa sjaldan verið í svona miklum ham. Ég er ánægður með að Kviss nái að draga fram verstu hliðar fólks.“

Björn segir að þessi lið séu óneitanlega með þeim sterkari í keppninni. „Það er sárt að þurfa að kveðja annað þessara liða því bæði Ari og Hrefna og Sólrún og Sóli eru hrikalega öflug. Enda er viðureignin annað kvöld rosaleg.“

Hér má sjá brot úr þættinum þar sem KR sló KA úr keppni.

Klippa: Ari Eldjárn stal senunni

Íslendingar spilabrjálaðir

Samhliða gerð þáttanna voru spurningaspilin Pöbbkviss og Krakkakviss gefin út en þau seldust upp áður en fyrsti þáttur fór í loftið. Björn segir að ný sending sé loksins á leið til landsins.

„Fólk er náttúrulega spilabrjálað í þessu ástandi í dag. Við vanmátum aðeins eftirspurnina þegar við pöntuðum nýju sendinguna því það er rúmlega helmingur farinn af henni í forsölu. En það sem verður eftir fer í verslanir um miðja næstu viku.“ segir Björn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.