Arsenal og Tottenham gætu barist um frían Evrópumeistara Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 10:31 Jerome Boateng í baráttu við Erling Braut Haaland í stórleik Bayern og Dortmund um síðustu helgi, sem Bayern vann 3-2. Getty/Friedemann Vogel Þýski miðvörðurinn Jerome Boateng gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að Evrópumeistarar Bayern München ákváðu að gera ekki nýjan samning við hann. Það er þýski miðillinn Sport Bild sem fullyrðir að Boateng, sem er 32 ára, fái ekki nýjan samning hjá Bayern. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Samkvæmt Sport Bild var Arsenal með mikinn áhuga á Boateng síðasta sumar og hann er enn í sigti félagsins. Hið sama má segja um erkifjendur Arsenal í Tottenham en Jose Mourinho er sagður fylgjast spenntur með stöðu Boatengs. Boateng þótti standa sig ágætlega á síðustu leiktíð, ekki síst í sumar og hann var í byrjunarliði Bayern í átta leikjum á leið liðsins að Evrópumeistaratitlinum, meðal annars í úrslitaleiknum gegn PSG þar sem hann fór þó meiddur af velli í fyrri hálfleik. Boateng lék í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City tímabilið 2010-2011 en fór þaðan til Bayern og hefur verið þar síðan. Áður lék hann með Herthu Berlin og Hamburg. Boateng á að baki 76 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu árið 2014, en hefur ekki átt upp á ballborðið hjá Joachim Löw landsliðsþjálfara síðustu misseri. Löw tilkynnti í mars í fyrra að hann hygðist ekki velja Boateng, Mats Hummels eða Thomas Müller í sitt lið framar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Þýski miðvörðurinn Jerome Boateng gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að Evrópumeistarar Bayern München ákváðu að gera ekki nýjan samning við hann. Það er þýski miðillinn Sport Bild sem fullyrðir að Boateng, sem er 32 ára, fái ekki nýjan samning hjá Bayern. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Samkvæmt Sport Bild var Arsenal með mikinn áhuga á Boateng síðasta sumar og hann er enn í sigti félagsins. Hið sama má segja um erkifjendur Arsenal í Tottenham en Jose Mourinho er sagður fylgjast spenntur með stöðu Boatengs. Boateng þótti standa sig ágætlega á síðustu leiktíð, ekki síst í sumar og hann var í byrjunarliði Bayern í átta leikjum á leið liðsins að Evrópumeistaratitlinum, meðal annars í úrslitaleiknum gegn PSG þar sem hann fór þó meiddur af velli í fyrri hálfleik. Boateng lék í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City tímabilið 2010-2011 en fór þaðan til Bayern og hefur verið þar síðan. Áður lék hann með Herthu Berlin og Hamburg. Boateng á að baki 76 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu árið 2014, en hefur ekki átt upp á ballborðið hjá Joachim Löw landsliðsþjálfara síðustu misseri. Löw tilkynnti í mars í fyrra að hann hygðist ekki velja Boateng, Mats Hummels eða Thomas Müller í sitt lið framar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira