Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. nóvember 2020 20:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira